Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 67
Þýðingarstarf Haralds Níelssonar
brauði.“ í svari sínu sýndi Haraldur með dæmum að „útlendu“ orðin sem
Halldór nefndi svo ættu sér öll langa sögu í íslensku máli og sagði að
lokum að nefndin sæi sér ekki fært að taka athugasemdir Halldórs til
greina, „allflestar þeirra mundu spilla biblíuþýðingunni að stórum
mun.“35 Sýnist manni þó að hefði umræðan farið fram í friðsamlegri
anda þá hefði ýmislegt í gagnrýni Halldórs verið til bóta fyrir
þýðinguna.36
Kennarinn Haraldur Níelsson37
Annað aðalstarf Haralds Níelssonar, næst á eftir biblíuþýðingunni, var
guðfræðikennsla hans, fyrst við Prestaskólann frá 1908 og síðan við
guðfræðideild Háskólans frá stofnun hans 1911. Áður (1900-1905) hafði
hann, jafnframt þýðingarstarfinu, haft á hendi kennslu í kristnum fræðum
í Lærða skólanum.
Var Haraldur mjög áhrifamikill kennari og var kennslu hans
viðbrugðið af nemendum hans. Sýna ummæli margra þeirra hvert dálæti
þeir höfðu á honum sem kennara. Svo dæmi sé tekið þá lýsir Ásmundur
Guðmundsson kennslustund hjá Haraldi í gamlatestamentisfræðum þannig:
„Þegar Haraldur talaði um þessi efni af leiftrandi andagift og ljómandi
mælsku, þá virtist ýmsum nemendum hans, sem brygði á loft í fjarska
logasíum frá Hórebfjalli og þar væri kominn einn úr flokki þessara fomu
spámanna, er flytti sannleiksorð frá Guði gegn steinrunnum Baal bókstafs
og forma.“38 Jón Auðuns tekur í svipaðan streng: „Haraldur Níelsson
prófessor var kennari af Guðs náð, líklega framar öllum, sem ég hef haft
kynni af. Lífsfjörið og gáfumar ljómuðu af honum óðara og hann settist í
kennarastólinn."39 Kennslugreinar Haralds vom gamlatestamentisfræði og
ritskýring Nýja testamentisins. Á sviði gamlatestamentisfræðanna hafði
35 Haraldur Níelsson, „Endurskoðun biblíunnar. Svar til H. Kr. Friðrikssonar." Rv.
1900, s. 16. (Sérprentun úr Verði Ijós).
36 Þessari deilu eru gerð fyllri skil í grein Guðrúnar Kvaran hér að framan.
37 Helstu heimildir um Harald Níelsson er að finna í Stríðsmaður eilífðarvissunar,
minningarritinu um hann, sem Benjamín Kristjánsson, einn af nemendum hans,
ritstýrði 1968; Haraldar Níelssonarfyrirlestrar I eftir Ásmund Guðmundsson 1938. í
Morgni 1928 er að finna allt það sem talað var við jarðarför hans og við
minningarsamkomu um hann. Sjá einnig Sigurður P. Sívertsen Prestafélagsritið
10/1928, s. 43-56 og sami Árbók Háskóla íslands 1927-1928, s. 45-53,
minningargrein Tryggva Þórhallssonar í Tímanum 24. mars 1928, grein Jónasar H.
Haralz í Faðir minn — Presturinn, Rv. 1977, s. 95-116, doktorsritgerð Sigurðar Á.
Þórðarsonar 1989. Þá hef ég og mjög stuðst við óprentuð sendibréf Haralds til Jóns
Helgasonar, sem eru í vörslu Guðfræðistofnunar Háskóla íslands. Bréfin eru frá
árunum 1886 til 1910. Einnig er stuðst við ýmis bréf Haralds varðveitt á
landsbókasafni og síðast en ekki síst bréfasafn Breska og erlenda biblíufélagsins, sem
varðveitt er á háskólabókasafninu í Cambridge. Þar er að finna nokkur bréf Haralds
til félagsins.
38 AsmmduTGuÖmundsson,HaraldarNíelssonarfyrirlestrarI 1938, s. 23.
39 Jón Auðuns, Líf og lífsviðhorf. Rv. 1976, s. 59.
65