Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 68
Gunnlaugur A. Jónsson
Haraldur í smíðum rit um trúarsögu ísraels og inngangsfræði Gamla
testamentisins. Var hann til þess hvattur af nemendum sínum að gefa út
þessa fyrirlestra en reyndist ófáanlegur til þess fyrr en hann hefði vandað
þá betur, aukið og endurbætt.40 Entist honum ekki aldur til þess að ganga
frá þeim til prentunar, en handrit hans af þeim er í vörslu
Landsbókasafnsins.41
Gísli Skúlason (1877-1942)«
Árið 1903 fékk Haraldur samverkamann við þýðinguna. Var það Gísli
Skúlason, þá nýorðinn kandídat í guðfræði frá Kaupmannahöfn með
glæsilegum vitnisburði. Þýddi Gísli Kroníkubækumar, megnið af
Saltaranum43 og aðstoðaði við þýðinguna á síðasta hluta 2. Samúelsbókar
og á Konungabókum. Ekki varð framhald á þýðingarstarfi Gísla þar sem
hann gat ekki unað við launakjörin sem honum vom boðin.
Gísli var fæddur 10. júní 1877. Hann var sonur séra Skúla Gíslasonar
prófasts að Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Gísli stundaði nám í Lærða
skólanum 1892-1897 og reyndist þar hinn besti námsmaður. Sömu sögu
var að segja af námsárum hans í Kaupmannahöfn. En þar las hann
guðfræði næstu árin og lauk þaðan embættisprófi með góðri 1. einkunn
árið 1903. Gísli kenndi og grísku við Menntaskólann í Reykjavík veturinn
1904 til 1905. Hann var kosinn prestur í Stóra-Hraunsprestakalli í
Ámesprófastsdæmi sumarið 1905. Nokkm síðar tók hann einnig að sér
prestsþjónustu í Gaulverjabæjarprestakalli og þjónaði því jafnhliða til
æfiloka. Veturinn 1905-1906 dvaldi Gísli í Danmörku til þess að kynna
sér daufdumbrakennslu.44 Sjálfur hóf Gísli svo daufdumbrakennslu í
Málleysingjaskólanum á Stóra-Hrauni og veitti skólanum forstöðu á
ámnum 1906-1908. Hann skrifaði einnig um þessi málefni til þess að
vekja athygli á hve illa væri að málleysingum búið á íslandi og hvetja til
úrbóta.45
40 Sigurður P. Sívertsen, Prestafélagsritið 10/1928, s. 48.
41 Haraldur Níelsson, Inngangsfrœði Gamla testamentisins. Handrit. Lbs. 2210 4to.
42 Sjá minningargrein Ásmundar Guðmundssonar í Kirkjuritinu 8/1942, s. 270-274.
Mikilvægustu heimildamar um Gísla Skúlason eru bréfaskipti hans og Jóns Helga-
sonar.
43 Gísli þýddi ekki sálma 46 til 52.
44 Sjá frétt í Nýju kirkjublaði 1/1906, s. 55.
45 Gísli Skúlason, ,X>aufdumbraskólar og daufdumbrakensla.“ Nýtt kirkjublað 2/1907,
s. 169. Síðasta sumarið sem Gísli lifði vann hann að þýðingu samstofna
guðspjallanna ásamt Ásmundi Guðmundssyni í Norðtungu og kostaði íslenska
Biblíufélagið dvöl þeirra þar. Þýddu þeir í sameiningu fyrri hluta Markúsarguðspjalls
(út að Mk 8:27) og hliðstæður þess í hinum samstofna guðspjöllunum. Þurftí Gísli þá
til Reykjavíkur til að vera viðstaddur jarðarför sonar síns og andaðist sjálfur'fáum
dögum síðar, 19. ágúst 1942. Sjá formála Ásmundar Guðmundssonar að skýringum
hans við Markúsarguðspjall 1950.
66