Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 69
Þýðingarstarf Haralds Níelssonar
Upphaf biblíugagnrýninnar á íslandi
Sá, sem fyrstur flutti hina nýju guðfræði til íslands var Jón Helgason,
prestaskólakennari, síðar prófessor, háskólarektor og biskup. Er faðir
hans, Helgi lektor Hálfdánarson, lést í upphafi árs 1894 urðu ýmsir bæði
hér heima og í Danmörku til þess að hvetja Jón til að koma heim og taka
við kennaraembætti við Prestaskólann þó svo að hann hefði þá afráðið að
gerast prestur í Danmörku. Jón var mjög tregur til þess en lét þó til
leiðast að lokum. En áður en hann héldi heim fékk hann námsstyrk til að
fara til Þýskalands vorið 1894 til að bæta við guðfræðimenntun þá er
hann hafði hlotið við Kaupmannahafnarháskóla. í Þýskalandi kynntist Jón
nýguðfræðinni fyrir alvöru þó svo að hann gengi henni ekki á hönd fyrr
en nokkrum árum síðar. Þegar Jón tók að kynna hin nýju viðhorf á
guðfræðisviðinu hér á landi leiddi það til mikilla deilna, eins og raunar
víðast hvar erlendis. Upphaf þeirra átaka er að leita í ritdeilu á milli Jóns
og sænsks aðventistatrúboða, Davids Östlund að nafni, sem komið hafði
hingað til lands seint á árinu 1897. Deildu þeir fyrst í stað um afstöðu
aðventista til sunnudagshelginnar en fljótlega snerist deilan upp í að fjalla
almennt um gildi lögmáls Gamla testamentisins fyrir kristna menn.46
Leiddu deilumar til þess að Jón tók að sökkva sér niður í nýjustu
kenningar á sviði gamlatestamentisfræða og í framhaldi af því að kynna
þær hér á landi.
Hér er ekki rúm til að fjalla um einkenni nýguðfræðinnar,47 en til að
einfalda málið má segja að talsmenn hennar hafi aðhyllst nýjar gagnrýnar
rannsóknaraðferðir, sem áttu einkum rætur sínar að rekja til Þýskalands,
og þar höfðu þeir Jón Helgason og Haraldur Níelsson einmitt kynnst
þeim. Afstaða þessarar rannsóknarstefnu var á þá leið, að Biblíuna' bæri
að rannsaka með sömu aðferðum og aðrar fomar bókmenntir. Beitt
skyldi vísindalegum aðferðum og kirkjuleg túlkunarhefð skyldi engin
áhrif hafa á rannsóknimar. Niðurstöðumar urðu m.a. þær að Mósebækur
gætu ekki hafa verið skrifaðar af Móse heldur væru þær samsettar úr
fjórum heimildaritum og væri a.m.k. fjögurra alda munur á elstu og
yngstu heimildinni, Davíðssálmar gætu fæstir verið eftir Davíð konung
og Jesajaritið væri verk a.m.k. tveggja spámanna; annar hefði verið 8.
aldarspámaðurinn Jesaja í Jerúsalem, en hinn hefði starfað meðal hinna
herleiddu í Babýlon nærri tveimur öldum síðar. Alls staðar sem þessar
kenningar voru kynntar ollu þær miklum deilum, og ísland var þar
46 Sjá David Östlund, Hvíldardagur Drottins og helgihald hans fyrr og nú. Rv. 1898.
Svör Jóns birtust einkum í eftirtöldum greinum: „Árás aðventistans á sunnudags-
helgina." Verði Ijós 3/1898, s. 152-159; „Lögmál Mósesar og vér.“ Verði Ijós
3/1898, s. 170-175; „Jesús Kristurog gamla testamentið." Verði Ijós 5/1900, s. 71-
76; Sbr. einnig „Smápistlar um alvarleg efni“ í Verði Ijós 4/1899, s. 24-29, 43-47,
55-59, 81-91.
47 Lýsingu Jóns Helgasonar á einkennum þessarar guðfræðistefnu er að finna í riti hans
Grundvöllurinn er Kristur. Trúmálahugleiðingarfrá nýguðfrœðilegu sjónarmiði. Rv.
1915, einkum s. 25 o.áfr.
67
L