Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 70
Gunnlaugur A. Jónsson
vissulega engin undantekning. Deilt var um óskeikulleika Biblíunnar og
um það í hvaða skilningi hún gæti verið Guðs orð.
Afstaða Haralds til biblíugagnrýninnar
Haraldur Níelsson gerðist fljótlega stuðningsmaður Jóns Helgasonar í
trúmáladeilunum eða eins og Jón orðar það sjálfur í endurminningum
sínum: „Yfir höfuð átti ég á ritvelli hér heima fáa stuðningsmenn aðra en
séra Harald Níelsson, sem mjög drengilega tók málstað nýju
guðfræðinnar og sýndi fram á það með ágætum ritgjörðum í blöðum og
tímaritum hve góðan málstað væri þar að verja.“48
Þó er ljóst að Haraldur var lengi í miklum vafa í afstöðu sinni til
biblíugagnrýninnar og varð aldrei fyllilega sáttur við hana. En af bréfum
hans má sjá, hvemig afstaða hans breyttist smám saman. Vinátta hans við
Jón Helgason, upphafsmann biblíugagnrýninnar á íslandi, hefur vafalaust
haft þar sitt að segja. En þrátt fyrir að Haraldur liti á sig sem
stuðningsmann Jóns í deilunum um biblíugagnrýnina lét hann lítið til sín
taka í þeim deilum á opinberum vettvangi framan af. Meginástæðan til
þess var að hann hafði meira en nóg að gera við þýðingu Gamla
testamentisins og var ekki sami afkastamaður og Jón. En það var einmitt
þýðingarstarfið sem sannfærði Harald um réttmæti hinna gagnrýnu
aðferða við rannsókn ritningarinnar. Frá því hefur hann margsinnis skýrt
og í ólíku samhengi, t.d. í bréfi frá árinu 1907 til Friðriks J. Bergmanns
(1858-1918), brautryðjanda nýguðfræðinnar meðal Vestur-íslendinga.
Þar segir Haraldur að hinn þröngsýni hugsanaháttur rétttrúnaðarins sem
sér hafi verið innrættur frá bamæsku sé orðinn sér hvimleiður. í því efni
hafi ekkert opnað eins á honum augun og Biblían sjálf. Að hafa neyðst til
að sitja yfir þýðingu Gamla testamentisins um mörg ár og kynnst því út í
æsar, það hafi orðið sér í meira lagi lærdómsríkt. Síðan bætir hann við,
að sig furði nú varla á nokkmm hlut eins og að prófessoramir við
Kaupmannahafnarháskóla skyldu samvisku sinnar vegna hafa getað kennt
eins og þeir gerðu er þeir töluðu um alla Biblíuna sem innblásið Guðs orð
spjaldanna á milli og reistu kenningar sínar á öllum ritum jafnt. í þessu
sama bréfi segist Haraldur ætla að „sitja hljóður hjá uns Biblían er komin
á prent.“49
En þrátt fyrir að Haraldur blandaði sér ekki mikið í trúmáladeilumar
meðan þýðingarstarfið stóð hefur þó varla leikið nokkur vafi á því að
hann var genginn nýguðfræðinni á hönd. Árið 1903 skrifaði hann t.d.
greinina „Þekking og hógværð“ í Verði Ijós.50 Greinin er svar til Jóns
Bjarnasonar (1845-1914), höfuðtalsmanns rétttrúnaðarmanna meðal
Vestur-íslendinga, er hafði sent Haraldi tóninn í Sameiningunni árið áður
og hæðst að honum fyrir að treysta sér ekki til að skrifa um vísindalegar
48 Jón Helgason, Það sem á dagana dreif. Handrit, s. 317.
49 Bréf Haralds er dagsett í Rvk. 18. sept. 1907. Sji. Afritunarbók Haralds Níelssonar.
Lbs. 4723, 4to, s. 62-67.
50 Haraldur Níelsson, „Þekking og hógværð. Svar til Sameiningarinnar." Verði Ijós
8/1903, s. 10-15.
68