Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 73
Þýðingarstarf Haralds Níelssonar
þessari gagnrýni fullyrðir Haraldur að frumorðið hebreska þýði einmitt
vofa og vitnar því til stuðnings, eins og svo oft, í þá Buhl og Kautzsch, þá
hebreskufræðinga, sem hann hafði komist í persónuleg kynni við og er
báðir nutu almennrar viðurkenningar sem hvað lærðustu menn á sínu
sviði.58
Þó vistinni í dauðraríkinu sé í Gamla testamentinu vissulega lýst sem
litlausri skuggatilveru þá er „vofa“ engan veginn heppileg þýðing vegna
þeirra hugrenningatengsla sem orðið hefur í íslensku. Þarf ekki annað en
að fletta upp í íslenskri samheitabók til að sannfærast um það. Þar kemur
fram að samheiti orðsins „vofa“ er „draugur“.59 í íslenskri þjóðtrú er
vofa nánast eitt og hið sama og draugur eða afturganga þó að vofumar
séu ógreinilegri en draugar og afturgöngur.60
Um ásökunina um að þýðingin væri of andatrúarkennd sagði Haraldur,
að þó hann væri allur af vilja gerður hefði hann enga heimild til að kippa
slíku burt úr Biblíunni. Það hlyti að vera miklum erfiðleikum bundið þar
sem fáar bækur segðu frá svo mörgum „dularfullum fyrirbrigðum" sem
hún.61
Viðbrögðin við þýðingunni
Það er skemmst frá því að segja, að viðbrögðin við þýðingunni voru
mjög mismunandi. í því sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga, að nær
allan þann tíma sem þýðingarstarfið stóð áttu sér stað miklir
flokkadrættir meðal íslenskra guðfræðinga og annarra kirkjunnar manna
hér á landi. Það vom deilumar um nýguðfræðina/biblíugagnrýnina sem
settu mjög svip sinn á þetta tímabil, og flestir þeir sem stóðu að
biblíuþýðingunni með Jón Helgason, prestaskólakennara, í broddi
fylkingar vom taldir stuðningsmenn þessarar nýju guðfræði.
Talsmenn „gömlu guðfræðinnar,“ eins og þeir vom stundum kallaðir
sem fastast vildu standa vörð um kirkjulega túlkunarhefð, vom ömgglega
fyrirfram neikvæðir gagnvart nýju þýðingunni margir hverjir, eða vom
a.m.k. mjög á varðbergi; óttuðust að hinar nýju rannsóknamiðurstöður
kynnu á óheppilegan hátt að setja mark sitt á þýðinguna. Þessi ótti kemur
m.a. fram í grein sem Sigurbjöm Ástvaldur Gíslason (1876-1969),62
58 Buhl notaði hér orðið „skyggeme" en Kautzsch samsvarandi orð á þýsku eða
„Schatten".
59 Sjá Svavar Sigmundsson (ritstjóri), fslensk samheitaorðabók (Rv. 1985).
60 Jón Hnefill Aðalsteinsson,- ,J>jóðtrú“ í: íslensk þjóðmenning V. Trúarhœttir. Hjalti
Hugason og Jón Hnefill Aðalsteinsson. Ritstj. Frosti F. Jóhannsson, Rv. 1988, s.
376.
6t Haraldur Níelsson, „Nýja þýðingin á Gamla testamentinu." Nýtt kirkjublað 1910, s.
102.
62 Helsta heimildin um Sigurbjöm er ævisaga hans eftir Jón Kr. ísfeld, Afkastamikill
mannvinur, starfssaga séra Sigurbjörns Á. Gíslasonar. Rv. 1976. Sjá einnig grein
Lám Sigurbjömsdóttur í Faðir minn — Presturinn. Rv. 1977, s. 143-158 og grein
Arna Sigurjónssonar í Lifandi steinar. Afmœlisrit Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga 1929-1989. Rv. 1989, s. 89-92.
71