Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 74
Gunnlaugur A. Jónsson
„höfuðtalsmaður gömlu guðfræðinnar*, skrifaði í sænska tímaritið
Facklan árið 1905, en þetta tímarit hafði sett sér það markmið að vinna
gegn skaðlegum áhrifum biblíugagnrýninnar. I þessari grein segir
Sigurbjöm (í lauslegri þýðingu) um þýðingarstarfið: „Hættan er bara sú,
að nýja þýðingin muni bera þess merki, að flestir sem að henni vinna em
ákveðnir stuðningsmenn biblíugagnrýninnar, þó svo að þeir eigi að teljast
hógværir eða yfirvegaðir sem slíkir.“63
Það þarf því ekkert að koma á óvart, að þegar dómamir um þýðingu
Haralds tóku að birtast þá fóm niðurstöður þeirra mjög eftir því hvar í
flokki höfundar þeirra stóðu. Eiríkur Magnússon í Cambridge, góðvinur
Haralds og einlægur stuðningsmaður nýguðfræðinnar,64 komst svo að
orði í Nýju kirkjublaÖi: „Þýðing Gamla-testamentisins er hin fegursta og
réttasta, sem enn getur á Norðurlöndum ... Þýðingin — að því er ég get
dæmt — er stórvirki; þjóðgæfu-viðburður á þungri og illri tíð; einn
meginhlekkurinn í hinni göfugu frelsisstefnu í trúarlífi íslenzkrar kirkju
... Þó eigi sé litið nema á málið eitt á þýðingunni, þá er það sannast mála
um það sagt, að engin eins málhrein bók hefir bömum íslands borist,
síðan út komu Kvöldvökur Hannesar biskups, og Odysseifs-kviða
Sveinbjamar Egilssonar.“65
ÍAndvara 1910 hafði séra Jens Pálsson (1851-1912) m.a. eftirfarandi
að segja um hina nýju þýðingu: „Biblíuþýðingin nýja — einkum
frumþýðing séra Haraldar Níelssonar á G.t. — er hið mesta vísindalegt
og kirkjulegt stórvirki, sem unnið hefur verið í íslensku kirkjunni á síðari
öldum; — en það er og annað meira: Það er það metnaðar-þrekvirki og
fremdar-afrek af hálfu kirkju þessa lands, er skýrt markar á skjöld
hennar sæmd og sjálfstæði á komandi tíð.“66
Friðrik J. Bergmann, áðumefndur forystumaður nýguðfræðinga meðal
Vestur-Islendinga á þessum árum, segir þýðingu Haralds standa
biblíuþýðingum stórþjóðanna framar að fegurð og nákvæmni og þakkar
nýju guðfræðinni hversu vel hafi til tekist með þýðinguna. „Biblían
íslenzka er orðin ný bók, með nýjum og réttum skilningi í ótal efnum.
Enda hafa öll þekkingartæki nútímans verið notuð. Og þessi
þekkingartæki em einmitt þau, sem ný guðfræði hefir framleitt. Með
þeim hefir hún látið kristindóminn birtast í nýjum og dýrlegri
upprisuskrúða en áður. Gamla guðfræðin hafði engin tæki til að leysa
slíkt verk af hendi viðunanlega."67
Ásmundur Guðmundsson, eftirmaður Haralds Níelssonar í kennarastóli
gamlatestamentisfræða við Háskólann og einlægur aðdáandi hans, kallar
63 Sigurbjörn Á. Gíslason, „Kyrkliga förhállanden pá Island i áldre och nyare tid.“
Facklan 4/1905, s. 17.
64 Eiríkur var meðal þeirra fyrstu sem skrifuðu til stuðnings Jóni Helgasyni og
biblíugagnrýni hans. Sjá Einkur Magnússon, „Út af deilunum um ritninguna og
rannsóknir hennar.“ Verði Ijós 6/1901, s. 100-103.
65 Eiríkur Magnússon, „Biblíuþýðingin nýja.“ Nýtt kirkjublað 5/1910, s.14.
66 Jens Pálsson, ,JFrá Hallgnmi biskupi Sveinssyni." Andvari 35/1910, s. xv.
67 Friðrik J. Bergmann, Trú og þekking. 1916, s. 128.
72