Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 75
Þýðingarstarf Haralds Níelssonar
þýðinguna dýrgrip sem jafnist á við nútímaþýðingar helstu
menntaþjóðanna og segist efast um „að nokkur þjóð eigi hana betri, þegar
alls er gætt.“68
Steingrímur J. Þorsteinsson er vafalaust hlutlausara vimi en flestir þeir
sem tóku til máls um þýðinguna fyrst í stað. Hann segir í vandaðri grein
um íslenskar biblíuþýðingar árið 1950 að málið á þýðingu Haralds sé
vandað og stíll hans áferðagóður, „en sjaldan með snilldarbragði".69
Hverjir voru ákærendurnir?
En þýðingin hlaut síður en svo einróma lof. Eins og áður var drepið á þá
hafa nýjar biblíuþýðingar mikla tilhneigingu til að valda deilum. A það
minnir Jón Helgason biskup í óprentuðum endurminningum sínum. Er
hann annars furðu fáorður um biblíuþýðinguna, ekki síst þegar haft er í
huga, að hann átti stærstan hlut í þýðingu Nýja testamentisins og þýddi
þar rúman þriðjung alls efnisins. En hann segir þó, „að vopnum lúalegrar
tortryggni hafi gætt hér á landi meira en annarsstaðar við framkomu
þessarar fyrstu íslenzku biblíuþýðingar, sem gerð hefir verið eftir
frumtextanum.“70
Það fór enda svo að andstæðingar nýguðfræðinnar töldu sig finna
ýmislegt í þýðingu Haralds Níelssonar sem þeir gátu engan veginn fellt
sig við og var þýðingin kölluð „heiðna biblían.“ Því fór um þessa
biblíuútgáfu eins og þá næstu á undan að kvörtun barst til Breska og
erlenda biblíufélagsins yfir henni.
Engin rannsókn hefur áður átt sér stað á deilum þeim, sem urðu vegna
biblíuþýðingar þeirrar sem hér um ræðir. Það hefur t.d. alls ekki verið
ljóst hver eða hverjir það vom sem upphaflega sendu kvartanir til Breska
og erlenda biblíufélagsins. Þýðingamefndinni hér heima var það trúlega
aldrei fyllilega ljóst og í byrjun var afstaða þýðingamefndarinnar við
ásökununum á þann veg að það væri fyrir neðan virðingu hennar að svara
ákæmm huldumanna. Af gögnum þeim sem ég hafði aðgang að hér heima
gat ég ekki séð hver hafði fyrstur sent kvartanir til Englands.
Bréfasafn Breska og erlenda biblíufélagsins er varðveitt á
háskólabókasafninu í Cambridge,71 og er þar unnt að fá greinargott yfirlit
yfir alla þróun málsins í gegnum aðsend og útsend bréf svo og
minnispunkta frá fundum er málið vörðuðu.
Eg átti þess kost fyrir skömmu að heimsækja saínið og kanna þessi bréf
að nokkru.72 Full ástæða er hins vegar til að frekari könnun fari fram á
68 Ásmundur Guðmundsson, Haraldar Níelssonarfyrirlestrar 1 1938, s. 18.
69 Steingrímur J. Þorsteinsson, „íslenzkar biblíuþýðingar.“ Víöförli 4/1950, s. 83.
70 Jón Helgason, Það sem á dagana dreif. Handrit, s. 291.
71 í Bible Society's Collection í svokölluðu Bradshaw herbergi safnsins.
72 Eg vil þakka dr. Brian Dodsworth, bókaverði í háskólasafninu, fyrir ómetanlega
leiðsögn um safnið og gestrisni mér sýnda á heimili hans. Sömuleiðis þakka ég Allan
F. Jesson, bókaverði á biblíudeild safnsins, fyrir skjóta og góða þjónustu þann stutta
tíma, sem ég gat dvalið í safninu.
73