Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 76
Gunnlaugur A. Jónsson
öllum samskiptum Hins íslenska biblíufélags og Breska og erlenda
biblíufélagsins eins og þau birtast í gögnum síðamefnda félagsins.
Af bréfasafninu, ekki síst þeim bréfum sem merkt eru sem
„trúnaðarmál" (confidential) kemur í ljós — talsvert á óvænt — að fyrstu
kvartanirnar undan íslensku þýðingunni bámst frá norskum presti að
nafni Johan Storjohan (1832-1914). Um Storjohan hefur verið sagt, að
hann hafi beinlínis séð það sem lífsköllun sína að berjast gegn
biblíugagnrýninni.73 Hann einskorðaði sig engan veginn við Noreg í
þeirri baráttu heldur hélt oft í fyrirlestraferðir til nágrannalandanna.
Storjohan var stofnandi norska sjómannatrúboðsins í erlendum höfnum
og kom sem slíkur til íslands sumarið 1905.74 Kynntist hann Sigurbimi
Á. Gíslasyni vel í þeirri för. Ekki fer á milli mála að upplýsingar sínar
um þýðinguna hefur hann fyrst og fremst haft frá Sigurbimi.75
Tengiliður Storjohans við Breska og erlenda biblíufélagið var Henry
Martyn Gooch, aðalritari í „Evangelical Ailiance“ í London. Gooch átti
greiðan aðgang að séra Arthur Taylor hjá Breska og erlenda
biblíufélaginu og kom kvörtunum Storjohans á framfæri við Taylor án
þess að tilgreina heimildamann sinn. Lét Gooch fylgja úrklippu úr bréfi
Storjohans76 en gat ekki um hver hefði skrifað bréfið. í bréfinu minnir
Storjohan á samtal sitt við Gooch þar sem hann hafi einkum gert Jes 1:18
að umtalsefni. Hann segir Harald Níelsson vera nýguðfræðing sem gangi
svo langt að sækja miðilsfundi þó hann sé vissulega mjög hæfur maður
hvað snertir lærdóm og málvísindalega fæmi og hafi sér það til afsökunar
að prófessor Buhl í Kaupmannahöfn þýði áðumefndan ritningarstað á
sama hátt. Loks leggur Storjohan það til að Sigurbjöm Á. Gíslason verði
fenginn til að tryggja að hinn guðfrœðilegi hluti þýðingarinnar verði í
lagi. Bendir Storjohan á í því sambandi að hann hafi útvegað Sigurbimi
styrk til að sækja sextíu ára afmælisfund félags þeirra (Evangelical
Alliance) árið áður. Þá leggur Storjohan það til að Dómkirkjupresturinn í
Reykjavík, Jóhann Þorkelsson (1851-1944), verði fenginn til þessa
verkefnis með Sigurbimi. Segist Storjohan teíja að þessir tveir menn séu
fúsir til að yfirfara þýðinguna og benda á staði sem brjóti í bága við
„orþódoxan“ skilning á Biblíunni. Heppilegt hjálpargagn fyrir þá sé hin
73 Þetta kemur fram í grein G. S0reb0, „Julius Wellhausen, Israels og Judas historie,
H0vik 1988 — eit vendepunkt for norsk GT-forskning?“ Tidskrift for Teologi og
Kirke 56/1985, s. 249-265, einkum s. 256.
74 Sjá Elísabet S. Kristjánsdóttir, „'Lyftið heilögum höndum' Kristniboðsfélag kvenna í
85 ár“ s. 83 í: Lifandi steinar. Afmœlisrit Sambands íslenskra kristniboðsfélaga 1919-
1989. Rv. 1989.
75 Ámi Sigutjónsson hefur komist svo að orði að það hafí „komið í hlut“ Sigurbjöms Á.
Gíslasonar „að benda á fingraför nýguðfræðinganna á biblíuþýðingunni.“ Má segja
að könnunin á bréfasafninu í Cambridge staðfesti að Sigurbjöm standi á bak við
upphaflegu ákæmna þó í gegnum tengiliði sé. Sjá „Sigurbjöm Ástvaldur Gíslason" í:
Lifandi steinar. Afmcelisrit Sambands íslenskra kristniboðsfélaga 1929-1989. Rv.
1989, s. 91-92.
76 Þetta bréf Stoijohans til Goochs er dagsett 6. ágúst 1908.
74