Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 77
Þýðingarstarf Haralds Níelssonar
endurskoðaða norska þýðing Gamla testamentisins, en hinn góðkunni
prófessor Caspari hafí einkum ráðið ferðinni við þá endurskoðun.77
Það er ekki fyrr en í bréfi H.M. Goochs til Breska og erlenda
biblíufélagsins dagsettu 25. febr. 1909, sem félagið fær vitneskju um það
hverjir það eru sem standi á bak við kæruna á hendur íslensku
þýðinganefndinni. Að sögn Goochs var Storjohan fyrstur til að hreyfa
þessu máli, en auk hans kveðst Gooch hafa staðið í bréfaskiptum við þá
Sigurbjöm Á. Gíslason og Arthur Gook78 á Akureyri um málið.
Ekkert kemur fram um að Breska og erlenda biblíufélagið hafi upplýst
íslensku þýðingamefndina um hverjir ákærendumir vom, og sennilega
hefur þýðingamefndin aldrei fengið vitneskju um hvert var upphaf þessa
máls, þó svo að smám saman yrði það ljóst hverjir helstu gagnrýnendur-
nir vom.
Það er athyglisvert að veita því athygli að helstu gagnrýnendur
biblíuþýðingarinnar reynast að mestu leyti vera sömu aðilamir og Jón
Helgason nefnir í öðm samhengi sem helstu andstæðinga nýguðfræðinnar.
Jón Helgason nefnir eftirtalda sem „fyrirliða í baráttunni gegn nýju
stefnunni“:79 Kirkjufélagsforsetann vesturíslenska, forstöðumann
aðventistatrúboðsins, yfirmann Hjálpræðishersins, erindreka heimatrú-
boðsins, trúboða Plymouth-bræðra og ritstjóra Bjarma.
77 Carl Paul Caspari (1814-1892) réð lögum og lofum í norskum gamlatestamentis-
fræðum á tímabilinu 1850-1890. Hann var Gyðingur af þýskum ættum, sem hafði
tekið kristna trú og leit á sig sem einlægan fylgismann E.W. Hengstenbergs (1802-
1869), eins íhaldssamasta en jafnframt eins áhrifamesta G.t.-fræðings Þjóðverja á
þessu tímabili. Sagt hefur verið um Caspari að hann hafi án efa seinkað mjög innreið
biblíugagnrýninnar í Noregi. Sjá G. Sprebp, „Julius Wellhausen, Israels og Judas
historie, Hpvik 1988 — eit vendepunkt for norsk GT-forskning?“ TTKi 56/1985, s.
249-265, einkum s. 250.
78 Arthur Charles Gook (f. 1882) kom hingað til lands sumarið 1905 sem trúboði
„Bræðrahreyfingarinnar" (Plymouth brethren) svokölluðu. Hann settist að á
Akureyri, en þar hafði áður starfað trúbróðir hans að nafni Fredrik H. Jones frá árinu
1898 en látist árið 1905. Gook lærði íslensku hjá sr. Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili
og ferðaðist mikið um landið allt frá Vestfjörðum um Norðurland til Austfjarða.
Myndaðist brátt lítill söfnuður um Gook. Var söfnuður þessi í stíl
bræðrahreyfingarinnar þar sem mikil áhersla var lögð á að lifa í samræmi við Post
2:42 („og þeir héldu sér stöðuglega við kenningu postulanna, samfélagið, brotningu
brauðsins og bænimar“). Árið 1917 var söfnuðurinn leystur upp í kjölfar deilna
Gooks og sr. Matthíasar Jochumssonar en nýr söfnuður myndaður er bar nafnið
Sjónarhæðarsöfnuður. Gook fluttist af landi brott árið 1955, og hafði Akureyri þá
verið starfsvettvangur hans í hálfa öld. Hann þýddi Passíusálmana á ensku.
79 Jón Helgason, Grundvöllurinn er Kristur. Trúmálahugleiðingar frá nýguðfrœðilegu
sjónarmiði.Rv. 1915, s. 29.
75