Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 78
Gunnlaugur A. Jónsson
Svar Haralds við hinum nafnlausu ásökunum
Fyrsta alvarlega svar íslensku þýðingamefndarinnar var skrifað af
Haraldi Níelssyni um mitt ár 1909.80 Þar segir harm nafnlausar ásakanir
varla svaraverðar en hann vilji þó af tveimur ástæðum svara, í fyrsta lagi
vegna þess að Biblían eigi í hlut og í öðru lagi vegna þess að Breska og
erlenda biblíufélagið hafi sýnt bæði íslenska biblíufélaginu og honum
sjálfum mikla velvild.
Talsmenn Breska og erlenda biblíufélagsins höfðu vakið athygli
íslensku þýðingamefndarinnar á að hér væri um kirkjubiblíu að ræða og
að það ætti að hafa í för með sér mikla varfæmi gagnvart breytingum á
hefðbundinni túlkun kirkjunnar, eins og t.d. í Jes 1:18. Þessu svarar
Haraldur á þann veg að þýðingamefndin hafi haft þetta í huga allt frá
byrjun og hafi farið mjög varfæmislega í að gera lagfæringar á
fmmtextanum. Hann minnir þó á að Breska og erlenda biblíufélagið hafi
sjálft heimilað að stuðst væri við fomar þýðingar81 þar sem leshættir
þeirra séu örugglega betri og hinn hebreski „textus receptus“ varla
skiljanlegur eða svo skaðaður að hann sé óskiljanlegur með öllu. Þetta
hafi nefndin leyft sér að gera í nokkmm tilfellum, en í Jes 1:1882 hafi
hins vegar ekki verið gerðar neinar breytingar á „textus receptus“ eins og
ákærendumir hefðu haldið fram í þekkingarleysi sínu. Haraldur segir
þýðingamefndina hafa verið einhuga um að skilningur prófessors F.
Buhls á þessum texta væri hinn rétti, þ.e. að hér væri um spumingu að
ræða eða háð. Sama sinnis séu flestir bestu gamlatestamentisfræðingar
samtímans.83
Haraldur segir þýðingamefndina hafa haft það að leiðarljósi fyrst og
fremst að þýðingin yrði eins nákvæm og kostur væri, þ.e. að hún fæli í
sér merkingu hins upphaflega höfundar, og jafnvel þó nefndin hafi verið
fús að taka sérstakt tillit til kirkjulegrar túlkunarhefðar þá hafi henni
aldrei komið til hugar að meta hefðina meira en hina sönnu merkingu
fmmtextans. Nefndin setji sannleikann ofar öllu og því hafi engri
trúfræðilegri skoðun, hvorki orþódoxri né annarri, verið leyft að hafa
áhrif á þýðinguna á neinn hátt.
I bréfinu gerir Haraldur einnig notkun Jahve-nafnsins að umtalsefhi og
ver hana einkum með tilvísun til þess að Breska og erlenda biblíufélagið
hafi sjálft í reglum sínum heimilað hana. Hann mótmælir þeirri
fullyrðingu að nýja þýðingin hafi valdið almennri óánægju bæði innan
80 Bréf hans er dagsett 21. maí 1909. Hallgrímur Sveinsson hafði með bréfi dagsettu
20. des. 1908 boðað að von væri á svari frá íslensku þýðingamefndinni. Jafnframt
undirstrikaði hann að óhjákvæmilegt væri annað en að þýðingamefndin fengi upplýst
hverjir ákærendumir væm. Það er athyglisvert að þetta bréf Hallgríms er skrifað
nokkm eftir að hann hafði fengið lausn frá biskupsembætti, en það var 19. sept.
1908.
81 Septuaginta, Vulgata, Itala og Peschitta.
82 Nánar verður fjallað um þennan texta hér að aftan.
83 Hér nefnir Haraldur sérstaklega Karl Marti í Bem, Þjóðveijana Duhm og Wellhausen
svo og J. Skinner í Cambridge.
76