Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 79
Þýðingarstarf Haralds Níelssonar
þjóðkirkjunnar og utan. Það séu aðeins þröngsýnir sértrúarmenn, sem
standi á bak við rógburðinn.
Haraldur segir ásökununina um að kenningar sr. Campells (1867-
1956)84 hafi haft áhrif á þýðinguna séu hlægilegri en svo að ástæða sé til
að svara þeim. Ekkert eintak af ritum Campells hafi borist til íslands áður
en þýðing beggja testamentanna hafi verið fullbúin í handriti.85
Mikil bréfaskipti fylgdu í kjölfarið. Þórhallur Bjamarson, sem
skipaður hafði verið biskup íslands 19. september 1908, skrifaði bréf til
Breska og erlenda biblíufélagsins daginn eftir að Haraldur skrifaði sitt
bréf (22. maí 1909) og segir þar, að allir séu á sama máli um hinar
nafnlausu ákæmr. Biður hann stjóm félagsins að trúa því að Islendingar
hafi nú fengið sanna og vel heppnaða biblíuþýðingu og muni tíminn leiða
í ljós að svo sé.
En það vom aðrir sem sáu til þess að stjóm félagsins gat ekki látið
þessi orð Þórhalls biskups nægja. Sá sem lét þar mest að sér kveða var
áðumefndur A. Cook, trúboði Plymouth-bræðra á Akureyri. Var hann
óþreytandi í bréfaskrifum sínum til Breska og erlenda biblíufélagsins auk
þess að koma gagnrýni sinni á framfæri eftir öðmm leiðum.86 í
skjalasafni félagsins er gerð grein fyrir samtali við Cook þann 14. júní
1909. Þar gagnrýnir Cook þýðinguna á Jes 7:14 auk þess sem hann bendir
á að vasaútgáfu vanti af Biblíunni og býðst sjálfur til að endurskoða
þýðinguna ásamt þeim Jóhanni Þorkelssyni og Sigurbimi Á. Gíslasyni
fyrir slíka útgáfu. Ekki var það boð þó þegið. Hins vegar hafði stjóm
Breska og erlenda biblíufélagsins komið til móts við tillögu Storjohans
hins norska og falið þeim Jóhanni og Sigurbimi að skrifa greinargerð um
þýðinguna. Sú greinargerð var skrifuð 1. maí 1909. í henni er viðurkennt
að hvað málfar snertir standi nýja þýðingin og einkum þó þýðing Gamla
testamentisins hinni eldri þýðingu miklu framar. En meira fer þó fyrir
gagnrýni en viðurkenningarorðum, eins og vænta mátti. í þýðingu Gamla
testamentisins er þýðingin á Jes 1:18 og 7:14 einkum gagnrýnd. Þá em
tilvitnanir sagðar of fáar auk þess sem notkun Jahve-nafnsins er andmælt.
Nýja Biblían er sögð of stór, og óskað er eftir vasaútgáfu þar sem Jahve
verði látinn víkja fyrir Drottni auk þess sem annað það sem miður fari í
þessari þýðingu verði lagfært. Undir þessi sjónarmið var tekið af H.J.
84 Reginald John Campbell var kunnur prédikari í London og var hin „nýja guðfræði"
hans mjög umdeild á fyrsta áratugi aldarinnar. Um Campbell má t.d. lesa hjá John
Macquarrie, Twentieth-Century Religious Thought. SCM London Revised ed. 1971,
einkum s. 39-41.
85 í Nýju kirkjublaði 1908 þýddi Þórhallur Bjamarson kafla úr bók Campells, The New
Theology, sem komið hafði út seint á árinu 1906.
86 T.d. í grein í tímaritinu Evangelical Christianity í febrúar 1910 um „Christian Work in
Iceland“. Þar skrifaði hann m.a. að Biblían væri hvergi fáanleg á íslandi nema spillt
útgáfa, sem unnin hefði verið af fulltrúum nýju guðfræðinnar og spíritista prestum í
Reykjavík. Vegna þessarar greinar sá H.M. Gooch sig tilneyddan að skrifa
afsökunarbréf til stjómar Breska og erlenda biblíufélagsins til að tryggja að velvild
ríkti áffam á milli félagsins og .Jivangelical Alliance“.
77