Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 80
Gunnlaugur A. Jónsson
Hansen, leiðtoga Hjálpræðishersins á íslandi, í bréfi dagsettu sama dag og
greinargerð þeirra Jóhanns og Sigurbjöms!
í þeim bréfaskiptum sem fylgdu í kjölfarið virtist lengi vel sem ekkert
samkomulag myndi takast. íslenska þýðingamefndin tók aðfinnslunum illa
og taldi sig alls ekki geta breytt þýðingunni á þeim rimingarstöðum sem
gagnrýnin beindist einkum að.87 Akærendumir hótuðu því á hinn bóginn
að ef lagfæringar yrðu ekki gerðar á þýðingunni með nýrri útgáfu myndu
þeir ekki stuðla að útbreiðslu útgáfu Breska og erlenda biblíufélagsins
heldur myndu þeir sjálfir ráðast í nýja útgáfu, sem væri í meira samræmi
við bestu útlendar þýðingar.88 öllum var hins vegar ljóst að nauðsynlegt
var að prenta nýtt upplag þar sem birgðimar af Biblíunni vom senn
uppumar. Þegar hér var komið sögu barst Þórhalli Bjamarsyni biskupi
harðort bréf frá Breska og erlenda biblíufélaginu89 þar sem því er hótað
að ekki verði um nýja prentun Biblíunnar að ræða nema lagfæringar
verði gerðar, og hinir íslensku aðstandendur þýðingarinnar em harðlega
gagnrýndir fyrir að hafa reynst ófærir um að taka tillit til afstöðu þeirra
sem væm þeim ósammála.
Haraldur heggur á hnútinn
Haraldur Níelsson átti við sjúkleika að stríða um þetta leyti og þurfti utan
til að leita sér lækninga. Sló hann tvær flugur í einu höggi, hélt til
Englands, leitaði sér lækninga þar og ræddi við stjóm Breska og erlenda
biblíufélagsins í leiðinni. Var Eiríkur Magnússon með honum á
fundunum, sem urðu árangursríkir. Varð að samkomulagi milli Haralds
og stjómenda Breska og erlenda biblíufélagsins að hann gerði nokkrar
smávægilegar breytingar til að koma á móts við gagnrýni rétttrúnaðar-
manna, raunar á þeim textum sem mestur styr hafði staðið um. Af bréfi
Haralds til Jóns Helgasonar má ráða að Haraldur óttast að Jóni hafi þótt
hann gefa full mikið eftir gagnvart breska biblíufélaginu. Segist Haraldur
hafa verið búinn að íhuga málið vel, áður en hann slakaði til, og bætir svo
við, að málið horfi allt öðru vísi við er harui viti „hina sönnu afstöðu
félagsins til ákærenda okkar.“90
Varð að samkomulagi milli Haralds og breska biblíufélagsins, að
þýðingu Gamla testamentisins yrði breytt á tveimur umdeildustu stöðun-
um, þ.e. Jes 1:18 og 7:14. Vom raunar hafði tveir þýðingarmöguleikar
þar. Gamli skilningurinn var færður upp í meginmálið til að friða
rétttrúnaðarfólkið, en nýja þýðingin var höfð óbreytt neðanmáls. Var um
það rætt að neðanmálsþýðingin yrði í síðari útgáfum færð upp í
87 í bréfi til Breska og erlenda biblíufélagsins dagsettu 2. febrúar 1910 heldur Þórhallur
Bjamarson því fram að nýja þýðingin á Jes 1:18 og 7:14 sé hin eina mögulega.
88 Þessi hótun var send Breska og erlenda biblíufélaginu í sameiginlegu bréfi þeirra
Sigurbjöms Á. Gíslasonar, Davids Östlund og Edelbo, foringja í Hjálpræðishemum.
Bréfið er dagsett 21. mars 1910.
89 Bréfið er skrifað 3. júní 1910.
90 Bréf Haralds Níelssonar til Jóns Helgasonar, merkt „91 Tension Road, Cambridge,
8. ágúst 1910.“
78