Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 81
Þýðingarstarf Haralds Níelssonar
aðaltextann. Þá óskuðu talsmenn Breska og erlenda biblíufélagsins eftir
því að gefin yrði út vasaútgáfa af Biblíunni þar sem „Drottinn“ kæmi í
staðinn fyrir Jahve-nafnið, og kom sú útgáfa árið 1914.
Lýstu báðir aðilar yfir ánægju sinni með fundinn, og hinn 29.
september 1910 barst bréf frá Þórhalli Bjamarsyni biskupi þar sem fallist
er á samkomulag það sem Haraldur hafði gengið frá.
Jes 1:18
Eins og ljóst má vera á þeirri umræðu, sem rakin hefur verið hér að
framan beindist gagnrýnin snemma einkum að tveimur ritningarstöðum,
þ.e. Jes 1:18 og 7:14. Skal nú gerð nokkur grein fyrir þessum umdeildu
textum. í Jes 1:18 fólst breytingin í því að fullyrðingu hafði verið breytt í
spumingu.
Biblían 1866:
Þó að syndir yðar væru sem purpuri, þá skyldu þær verða hvítar sem snjór, og þó þær
væru rauðar sem skarlat, þá skyldu þær verða sem ull.
Biblían 1908:
Ef syndir yðar eru sem skarlat, munu þær þá geta orðið hvítar sem mjöll? Ef þær eru
rauðar sem purpuri, munu þær þá geta orðið sem ull?
Lúther þýddi þennan texta sem fullyrðingu, og þannig hafði textinn verið
eitt af hinum sígildu dæmum um fyrirgefningu Guðs. Því þótti ýmsum
sem huggunarríkur boðskapur hefði verið eyðilagður. Varð Haraldur að
láta undan vilja Breska og erlenda biblíufélagsins varðandi þetta atriði, og
var þýðingunni breytt til fyrri vegar í útgáfunni 1912, eins og áður segir.
Þórir Kr. Þórðarson, sem fór yfir texta Gamla testamentisins fyrir
útgáfuna 1981 og gerði þar „nokkrar umbætur“, eins og segir á titilsíðu,
breytti þó ekki þeirri ákvörðun Breska og erlenda biblíufélagsins að hafa
fullyrðingu þama.91 í fjölrituðum Athugasemdum um Jesajabókina,92
kemur hins vegar fram að Þórir er sammála skilningi Haralds og segir að
samhengið sýni að lítill vafi sé á því að um spumingu sé að ræða þó svo
að hebresk málfræði skeri ekki úr um það. Undir þessa fullyrðingu
91 Sá er tekur sér fyrir hendur að kanna þær „umbætur" sem Þórir gerði á texta Gamla
testamentisins mun sjá að breytingamar eru fyrst og fremst á stafsetningu og umgjörð
textans — framsetning hans öll gerð læsilegri og smekklegri en áður — en nokkrar
endurbætur umffam það hafa verið gerðar og þá einkum á texta Saltarans eða Davíðs
sálma. Þórir hefur í samtali við mig staðfest að breytingar þær er hann gerði hafi verið
meiri á texta Davíðs sálma en annarra texta Gamla testamentisins vegna mikillar
notkunar sálmanna í guðsþjónustunni. Hann hafi þó gætt þess þar, eins og annars
staðar, að breytingamar féllu vel að upphaflegu hlutverki þýðingarinnar frá 1912 og
röskuðu ekki heildarsvip hennar.
92 Þórir Kr. Þórðarson, Athugasemdir um Jesajabókina. Fjölrit 1974, s. 11.
79