Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 82
Gunnlaugur A. Jónsson
myndu flestir fræðimenn taka nú þó ekki ríki þar full samstaða frekar en
áður.
Jes 7:14
Þetta vers hefur að geyma einn umdeildasta texta Gamla testamentisins.93
Eins og sést á dæmunum hér að neðan var það þó aðeins eitt orð sem
ágreiningunum olli. Þýðingamefndin hafði komist að þeirri niðurstöðu að
réttara væri að þýða hebreska orðið almah með „ung kona“ í staðinn fyrir
„mey“ eins og áður hafði verið gert.
Biblían 1866:
sjá! mey nokkur mun bamshafandi verða og son fæða; þann mun hún heita láta
„Immanú-el“ (Guð er með oss).
Biblían 1908:
Sjá, ung kona verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel.
Ritningarstaður þessi hafði raunar komið lítillega við sögu í deilu Jóns
Helgasonar og sr. Lámsar Halldórssonar (1851-1908), fríkirkjuprests, er
þeir deildu sem harðast um hin nýju viðhorf á sviði biblíurannsóknanna,
sem Jón kynnti fyrstur manna hér á landi. í þeirri deilu sóttu bæði Jón og
Láms röksemdir fyrir hinum andstæðu sjónarmiðum til Franz Delitzschs
(1813-1890),94 sem í báðum fylkingum naut viðurkenningar sem einn
hinn allra merkasti biblíufræðingur þeirra tíma. Jón fór mjög
lofsamlegum orðum um „hinn ágæta guðsmanrí*95 Delitzsch og taldi hann
ótvírætt vera stuðningsmann hinna nýju viðhorfa á sviði Gamlatesta-
mentisfræðanna. Láms tefldi honum á hinn bóginn fram sem höfuðvitni
gegn „vantrúarguðfræðinni“.96 í þeirri grein vísar Láms til bókar
Delitzschs um Messíasarspádóma Gamla testamentisins97 og hvemig hann
minnist á fæðingu frelsarans í sambandi við spádómsorð Jesaja (7:14).
Þama greinum við meginástæðu þess hve breytingin á þýðingunni var
viðkvæm. Textinn hafði verið skilinn sem Messíasarspádómur og álitinn
segja fyrir um meyjarfæðinguna.
Hér er vitaskuld um alþekktan vanda að ræða. Trúuðu fólki, sem orðið
er handgengið „sinni“ biblíuþýðingu, fellur illa þegar verið er að breyta
orðalagi sem það kann næstum utanað, svo ekki sé talað um þegar
merking beinlínis breytist á ritningarstöðum, sem hafa verið meðal hinna
93 H. Ringgren, Israelite Religion. SPCK London 1969, s. 272.
94 Um Delitzsch sjá t.d. Gunnlaugur A. Jónsson, „Franz Delitzsch (1813-1890). Dáður
og elskaður ritskýrandi og gyðingavinur.“ OrðiÖ. Misserisrit Félags guðfrœðinema
24/1990, s. 34-37. Þar er vísað til.helstu heimilda um Delitzsch.
95 Jón Helgason, Verði Ijós 4/1899, s. 164.
96 Lárus Halldórsson, „Franz Delitzsch um vantrúarguðffæðina." Fríkirkjan 2/1900, s.
90-92.
97 Franz Delitzsch, Messianische Weissagungen in geschichtlicher Folge. Berlin 1890.
80