Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 84
Gunnlaugur A. Jónsson
þykir honum ástæða til að skrifa þá ákvörðun á reikning Þórhalls
Bjamarsonar.103
Stóryrði í garð eldri þýðinga
Þessari grein minni var ekki ætlað að vera úttekt á þýðingu þeirri, sem
Haraldur Níelsson vann með aðstoð ágætlega skipaðrar þýðingamefndar.
Ætlimin var einungis að rekja ýmislegt varðandi aðdraganda hennar og
eftirmála. Ég tel mig þó geta sagt að vel og kunnáttusamlega hafi verið
staðið að verki. Víða finnst mér þó nær að tala um endurskoðun heldur
en nýja þýðingu því munurinn á útgáfunum 1912 og 1866 er engan
veginn alls staðar eins mikill og Haraldur vill vera láta.
Haraldur er líka furðu stórorður í garð eldri þýðingar er hann segir:
„Nú mun það ekki ofsagt, að sjaldan hafi biblíuþýðing nokkurrar þjóðar
tekið meiri stakkaskiftum í eitt og hið sama sinni en vorri er ætlað að
gjöra við þessa endurskoðun. Breytingin er svo gagngerð, hlýtur að vera
það, fyrir því, að trauðla mun unt að benda á nokkura þjóð, sem eigi, eða
hafi nokkum tíma átt, jafnlélega biblíuþýðing og vor er.“104 Við
lauslegan samlestur finnst manni þessi stóryrði Haralds varla réttlætanleg.
Ef eldri þýðingin var jafn hörmuleg og hann vildi vera láta þá er
undarlegt hversu mikið fær að standa óbreytt því það er miklu mun meira
heldur en hann lætur í veðri vaka. Þessi tilhneiging biblíuþýðenda að
hæðast að eldri þýðingum til að réttlæta nýja þýðingu er blettur á sögu
íslenskra biblíuþýðinga.
Hvers vegna þarf að þýða að nýju?
Tilefni þessa greinasafns um biblíuþýðingar var ákvörðunin um að ráðast
í nýja þýðingu Gamla testamentisins í tilefni af kristnitökuafmælinu árið
2000 og fréttin um að ríkisstjómin hefði ákveðið að veita fé til
þýðingarstarfsins. Eðlilegt er að spurt sé hvers vegna sé þörf á nýrri
þýðingu. Fólk bendir yfirleitt á að íslenskan hafi ekki breyst svo mikið
frá útgáfunni 1908/1912. A.m.k. myndu flestir draga í efa að það eitt
nægði sem röksemd fyrir nýrri þýðingu því íhaldssemi í garð
tungumálsins hefur löngum þótt hin mesta dygð hér á landi. Meðal
nágranna okkar er það þó yfirleitt fyrsta röksemdin að málið hafi breyst.
Þetta er t.d. það fyrsta sem Bertil Albrektson nefnir í grein sinni „Adam
og Eva i ny sprákdrákt“105 þar sem hann fjallar um þýðingu á Gamla
testamentinu í Svíþjóð, sem nú er unnið að undir stjóm hans.
Eftirfarandi atriði gera, að mínu mati, einkum brýnt að ráðast í nýja
þýðingu:
103 Haraldur Níelsson, „De islandske bibeloversættelser11 í: Studier tilegnede professor
dr.phil. & theol. Frants Buhl. 1925, s. 195.
104 Haraldur Níelsson, „Endurskoðun biblíunnar. Svar til H. Kr. Friðrikssonar.“ Rv.
1900, s. 4. (Sérprentun úr Verði Ijós). Framan af var alltaf talað um „endurskoðun“,
eins og Haraldur gerir hér. Sjá t.d. frétt í Verði Ijós 1899, s. 93-94 undir
fyrirsögninni „Endurskoðun biblíuþýðingarinnar".
105 Bertil Albrektson, „Adam och Eva i ny sprákdrákt.“ Sprdkvdrd 1/1990, s. 3-11.
82