Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 85
Þýðingarstarf Haralds Níelssonar
(1) Miklar breytingar hafa átt sér stað í þýðingaraðfeðrum á
undanfömum árum. Yfirlýst markmið þeirra er unnu að þýðingunni
1908/12 var að þýða „orð með orði“. Þeirri aðferð er nú yfirleitt
hafnað. Það em ekki síst rannsóknir Eugene A. Nida,106 sem sýna hversu
ófullnægjandi slík þýðingaraðferð er. Hinar merkingarfræðilegu
rannsóknir sem þeir Jón Sveinbjömsson prófessor og Svavar Sigmunds-
son dósent hafa stjómað og unnar em út frá kenningum Nida fela í sér
mjög mikilvæga forvinnu nýrra biblíuþýðinga.107
(2) Biblíuþýðing verður aldrei stunduð án ritskýringar. Þar er um
óhjákvæmilegt samspil að ræða. Nýr skilningur ritskýringarinnar kallar
því oft á nýja þýðingu. Þekking okkar á hinum fomu textum hefur aukist
mjög á þeim áratugum sem liðnir em frá því að Gamla testamentið var
síðast þýtt á íslensku. Fomleifafundir á þessu tímabili gera það að verkum
að meira er nú vitað um þann menningarheim, sem Biblían er sprottin
upp úr, en nokkm sinni fyrr.
(3) Þá hefur íslenskt málfar að sjálfsögðu breyst á nærri heilli öld sem
liðin er frá því að starfið hófst við þýðingu Haralds Níelssonar og
samstarfsmanna hans á Gamla testamentinu, þó ekki sé það veigamesta
röksemdin fyrir nýrri þýðingu.
(4) Saga biblíuþýðinganna er hluti af menningarsögu sérhverrar
kristinnar þjóðar. Kristin kirkja lítur á Biblíuna sem Guðs orð og mun
ætíð leitast við að klæða það orð í þann búning sem því sæmir. Aldrei
verður um „endanlega“ þýðingu að ræða.
Summary
No other Icelander has translated as much of the Bible as Haraldur
Níelsson (1868-1928), who personally translated the greater part of the
Old Testament, although his work was reviewed by a translation
committee. This article discusses Haraldur's translation of the Old
Testament, carried between 1897 and 1907, and the connections between
his translation work and the introduction of the so-called historical
critical method in Iceland.
The method of historical criticism was hotly disputed in Iceland at the
time of its introduction, and reactions to Haraldur's translation were
heavily influenced by the position which readers and critics took toward
106 Eugene Albert Nida (f. 1914) var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót af guðfræðideild
Háskóla íslands 4. október 1986. í formála að heiðursdoktorskjöri hans segir m.a.:
„Með rannsóknum sínum, aðallega í félagslegum málvísindum, og með því að efla
tengsl milli fræðigreina, svo sem málvísinda, félagsmannfræði og guðfræði, hefur
hann átt hvað mestan þán í þeirri grósku í biblíuþýðingum sem einkennt hefur síðustu
áratugi. Þannig hefur hann jafnframt átt veigamikinn þátt í að móta nútímarit-
skýringu.“ Árið 1988 kom út hin merka orðabók hans og J.P. Louws, Greek-English
Lexicon ofthe New Testament Based on Semantic Domains. United Bible Societies.
107 Sjá lýsingu á þessu rannsóknarstarfi í grein Jóns Sveinbjömssonar hér að aftan. Sbr.
einnig grein Svavars Sigmundssonar í þessu hefti.
83