Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 87
Jón Sveinbjömsson
Ný viðhorf við biblíuþýðingar
Inngangur
Efni það sem ég ætla að fjalla um í þessari grein tengist áhugamáli mínu í
mörg ár. Það er þáttur biblíuþýðinga í ritskýringu ritningarinnar,
einkum Nýja testamentisins. Biblíuþýðing hefur löngum verið eins konar
aukabúgrein guðfræðinnar og tæplega talin meðal hinna svonefndu
vísindalegu greina guðfræðinnar.
Ný viðhorf í þýðingarfræðum undanfarinna ára, einkum í mál-
vísindum, bókmenntafræðum og félagslegri mannfræði, hafa knúið
guðfræðinga til þess að endurskoða hefðbundnar aðferðir í ritskýringu.
Ætlun mín er að fjalla lítillega um íslenskar biblíuþýðingar og á hvem
hátt þessi nýju viðhorf hafa skapað biblíuþýðendum og guðfræðingum ný
verkefni að glíma við.
íslensk biblíuhefð
Ahugi manna á fomum íslenskum biblíuþýðingum hefur verið mjög
áberandi undanfarin ár. Árið 1988 kom þýðing Odds Gottskálkssonar út
með nútíma stafsetningu,1 Guðbrandsbiblía var nýlega gefin út í ljósriti í
annað sinn2 og fróðlegt rit um fomar biblíuþýðingar fyrir siðskipti kom
út á árinu 1986 eftir Ian J. Kirby.3 En áður hafði hann gefið út rit um
biblíutilvitnanir í fomnorrænum bókmenntum.4 í ráði er að gefa út fleiri
fomar biblíuþýðingar með nútímastafsetningu.5
Nokkuð hefur verið skrifað um þýðingu Biblíunnar á íslensku. Nefna
má m.a. rit Jóns Helgasonar prófessors6 um málið á þýðingu Odds og
ritgerð Steingríms J. Þorsteinssonar prófessors í Víðförla frá 1950.7 Séra
1 Nýja Testamenti Odds Gottskálkssonar. Lögberg, Sverrir Kristinsson, Reykjavík
1988.
2 Guðbrandsbiblía 1584. 400 ára minningarútgáfa 1984. Gefin út í samvinnu við
Kirkjuráð, Hið íslenska Biblíufélag og Stofnun Árna Magnússonar á íslandi.
Utgáfustjórn: dr. Sigurbjöm Einarsson biskup, sr. Einkur J. Eiríksson, Hermann
Þorsteinsson, dr. Jónas Kristjánsson og Ólafur Pálmason sem hafði umsjón með
ljósprentun. Lögberg Sverrir Kristinsson.
3 Ian J. Kirby, Bible Translation in Old Norse. Librairie Droz, Genf 1986.
4 Biblical Quotation in Old-Norwegian Religious Literature I-II. Stofnun Árna
Magnússonar á íslandi, 1976- 1980.
5 Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup hefur unnið íslenska hómilíubók undir prentun
ásamt dr. Guðrúnu Kvaran og Gunnlaugi Ingólfssyni orðabókarritstjómm.
6 Jón Helgason,yVíá/i<5 á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Safn Frœðafélagsins
um ísland og íslendinga. VII. Kaupmannahöfn 1929.
7 Steingrímur J. Þorsteinsson, „íslenzkar biblíuþýðingar,” Víðförli 4. árg. 1950 s. 48-
85.
85