Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 88
Jón Sveinbjömsson
Sigurður Ægisson hefur tekið saman heimildir um íslenskar biblíu-
þýðingar í sérefnisritgerð sinni í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla
Islands.8
Ekki er ætlun mín að fjalla um þessar eldri þýðingar hér enda fjalla
aðrir um þær í þessu hefti Ritraðar.9 Mig langar þó að minnast á
Bessastaðaþýðinguna 1827/1841 og endurskoðun hennar 1863 sem mér
þykir forvitnileg og þær umræður sem hún kom af stað. Deilur þeirra
Eiríks Magnússonar og Guðbrands Vigfússonar snúast að vissu leyti um
íslenskt málfar og eiga ekki síður við nú á tímum en þá. Guðbrandur
Vigfússon vildi halda í þýðinguna frá 1813 sem stóð nær hefðinni frá
Oddi Gottskálkssyni og Guðbrandi Þorlákssyni en þýðingin frá
1827/1841 (Bessastaðaþýðingin). Eiríkur Magnússon fylgdi málstefnu
Bessastaðamanna, sem vildu færa biblíuþýðinguna nær vönduðu
samtíðarmáli.10 Þessari umræðu er ekki lokið og hefur aftur komið upp í
tengslum við endurprentun á Nýja testamentis þýðingu Odds.* 11 Eitt dæmi
langar mig að nefna sem lýsir þessum viðhorfum. í þýðingunni frá 1827
er Jóh 1.14 þýtt: „og orðið varð maður sem bjó með oss”. Þeirri þýðingu
er haldið í Reykjavíkurbiblíunni 1859 en breytt aftur til fyrra forms „og
orðið varð hold” í endurskoðun þeirra Péturs Péturssonar og Sigurðar
Melsteð 1863.
Svavar Sigmundsson fjallar rækilega um þessar þýðingar í ritgerð
sinni í Ritröðinni og gefur fleiri dæmi.
Þegar litið er á sögu íslenskra biblíuþýðinga, vekur það athygli að það
eru ekki fyrst og fremst prestar og guðfræðingar sem fjalla um
þýðingarnar heldur ekki síður íslenskufræðingar og bókmenntamenn.
Þýðing Biblíunnar á íslensku hefur verið metnaðarmál þjóðarinnar í
heild og nátengd íslenskri málstefnu og málrækt og væri æskilegt að svo
héldist um komandi tíma.
Útgáfa Biblíunnar 1981
Arið 1962 skipaði stjóm Hins íslenska Biblíufélags nefnd til þess að
endurskoða þýðingu Nýja testamentisins með sérstakri hliðsjón af
þýðingu dr. Asmundar Guðmundssonar biskups.12En honum hafði verið
falið að þýða Nýja testamentið 1959 er hann lét af biskupsembætti og
lauk hann þýðingu sinni 1962.
Nefndin setti sér eftirfarandi vinnureglur :
8 Sigurður Ægisson, Þýðingar helgar - Saga íslenskra biblíuþýðinga frá öndverðu til
okícardaga. 1985.
9 Sjá greinar eftir Guðrúnu Kvaran, Gunnlaug A. Jónsson, Stefán Karlsson, Svavar
Sigmundsson og Þóri Óskarsson.
10 Sjá m.a. formála Viðeyjarbiblíu (1841).
11 Jón Sveinbjömsson, „Að minnast tímamóta,” Kirkjuritið 55. árg 4.h 1989 s. 166-
169.
12 Sigurbjöm Einarsson, ,,Formálsorð,“ Lceknir segir sögu. Lukasarguðspjall þýtt úr
frummálinu 1965-67. Reykjavík Hið íslenska Biblíufélag 1968 s. 5-6.
86