Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 91
Ný viðhorf við biblíuþýðingar
nýja þýðingu Gamla testamentisins.18 Þýðing apokrýfra rita Gamla
testamentisins er einnig hafin19.
Það er afar brýnt að umræður fari fram um hvers eðlis ný þýðing
íslensku Biblíunnar eigi að vera áður en lengra er haldið. A að stefna að
texta á hefðbundnu biblíumáli eða á að stefna að þýðingu á máli sem
skírskotar til nútíma lesenda? Þessir tveir valkostir þurfa ekki endilega
ætíð að útiloka hvor annan. Hér er fremur um áhersluatriði að ræða.
Ýmsar spumingar koma í hugann: Geta menn sætt sig við texta sem er á
hefðbundnu biblíumáli en er hættur að skírskota til samtímans? Er hægt
að þýða Biblíuna þannig að hún nái til lesenda sem samtímaheimild um
sögulega atburði, lifandi texti sem höfðar til sjálfsskilnings manna? Að
hve miklu leyti má gera ráð fyrir að textinn einn hafi slík áhrif? Hvaða
hjálpargögn eru nauðsynleg til þess að nútímalesandi geti orðið
raunvemlegur lesandi?
Flestir em sammála um nauðsyn þess að veita upplýsingar um atriði
sem fyrstu lesendur þekktu og óþarfi var að skýra út fyrir þeim en fæstir
nútímalesendur kunna skil á. Margir vilja á hinn bóginn forðast að gefa
lesandanum það miklar upplýsingar að textinn sjálfur falli í skuggann
fyrir skýringunum.
A síðari ámm hafa komið út svonefndar „þýðingar á mæltu máli”
(„common language” þýðingar) sem byggja á aðferðum E.A. Nida um
„sama áhrifagildi,”20eins og hann nefhir það, og felst í að þýðingin hafi
svipuð áhrif á nútíma lesendur og ritin höfðu á upphaflega lesendur.
Margir kannast við þýðingar Biblíunnar á ensku og þýsku, Die Bibel in
heutigem Deutsch (DGN)21 og Good News for Modern Man (TEV)22 sem
vakið hafa mikla og verðskuldaða athygli.
Við hljótum að spyrja: Að hve miklu leyti er hin foma biblíuhefð
lifandi í íslensku samfélagi og að hve miklu leyti er æskilegt að hún móti
íslenskar biblíuþýðingar í dag? Veigamesti þáttur siðbótar Lúthers kom
fram í biblíuþýðingu hans. Hann flutti latneska texta Biblíunnar sem var
tamur hinum lærðu yfir á mál almúgans. í ritgerðinni um biblíuþýðingar
talar hann um nauðsyn þess að þýðandinn geri sér grein fyrir hvemig
venjulegt fólk komist að orði, móðirin á heimilinu, bömin á götunni og
maðurinn á markaðstorginu, áður en hann þýðir.23 Það er nauðsynlegt að
18 Dr Sigurður Örn Steingrímsson hefur unnið að þýðingu Konungabóka,
Dómarabókar, Samúelsbóka og Kroníkubóka.
19 Þeir séra Árni Bergur Sigurbjömsson og Jón Sveinbjömsson hafa þýtt Speki
Salómons og fyrstu 4 kafla 2. Makkabeabókar en séra Ámi Bergur hefur þýtt 1.
Makkabeabók og lokið við 2. Makkabeabók.
20 „Dynamic equivalence" eða „functional equivalence“.
21 Die Bibel in heutigem Deutsch. Die Gute Nachricht des Alten und Neuen Testaments
mit den Spátschriften des Alten Testaments (Deuterokanonische Schriften /
Apokryphen) Deutsche Bibelgesellschaft Stuttgart 2. útg. 1982.
22 Good News Bible with Deuterocanonicals I Apocrypha. The Bible in Today's
English Version. American Bible Society New York 1978.
23 Denn man muss nicht die Buchstaben in der lateinischen Sprache fragen, wie man
soll deutsch reden, wie diese Esel tun; sondem man muss die Mutter im Hause, die
Kinder auf den Gassen, den gemeinen Mann auf dem Markt dmm fragen und
89