Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 92
Jón Sveinbjömsson
tengja biblíuþýðinguna málræktarátaki þjóðarinnar í heild og reyna
jafnframt að stuðla að því að hefðbundið biblíumál verði ekki að
merkingarlausum formúlum.
Texti sem tjáskipti samfélags - „social semiotic”
„Texti” er sköpun þess samfélags sem hann verður til í. Textinn er
lokastig ákveðins ferlis þar sem höfundur notar orð og setningar til þess
að koma boðskap sínum til skila og beitir við það aðferðum sem
lestrarsamfélag hans beitir. Texti er tjáning samfélags og gefur mynd af
samfélagi. Breski félagsmálfræðingurinn Michael A.K. Halliday talar í
bók sinni Language as Social Semiotic um „register” sem ákveðna
valkosti sem samfélög eiga kost á að nota til þess að tala um afmörkuð
merkingarsvið.24 Texti er sá kostur sem valinn er af fleiri valkostum sem
lestrarsamfélag býr yfir til þess að glæða tjáningu (orð og setningar)
merkingu. Texti er alltaf háður ákveðnu samhengi til þess að hann geti
vaknað til lífs. Lesandinn þarf að þekkja merkingarsvið textans, valkosti
samfélagsins að tjá viðkomandi hugsun, til þess að hann geti lokið upp
merkingu hans.
Þýðing Biblíunnar á hverjum tíma á að vera samtímaleg heimild um
sögulega atburði. Gríska Nýja testamentisritanna er hluti gríska
málsvæðisins við Miðjarðarhaf og var á sínum tíma samtímaleg heimild
um sögulega atburði. Til þess að við getum gert okkur grein fyrir
merkingu rita Nýja testamentisins og flutt textann yfir í samtímann,
þurfum við bæði að kanna merkingarsvið grísku heimildanna og
jafnframt að kunna skil á málfari og merkingarsviðum samtímans.
Hvers konar hjálpargögn koma biblíulesendum helst að gagni? Mest
hefur borið á sögulegum upplýsingum um staðhætti og venjur á dögum
ritanna. Mikið hefur verið ritað um hinn túlkunarfræðilega vanda sem
felst í að lesa heimildir samfélaga sem lifðu fyrir 2000 árum og fyrr.
Hættan á tímaskekkju, „anakrónisma,” því að lesa foma texta út frá eigin
menningu og sjóndeildarhring, hlýtur ætíð að vera nærri hverjum
lesanda. Það er ekki nægilegt að þekkja sögulegar „staðreyndir” heldur er
nauðsynlegt að kynnast viðhorfi fólks og verðmætamati og bera það eins
og hægt er saman við viðhorf og verðmætamat okkar sjálfra.
Guðfræðingar hafa fyrst og fremst verið þjálfaðir sem sagnfræðingar,
síður sem bókmenntafræðingar eða félagsfræðingar. Mikil nauðsyn er á
samvinnu milli þessara greina.
denselbigen auf das Maul sehen, wie sie reden, und damach dolmetschen; so
verstehen sie es denn und merken, dass man deutsch mit ihnen redet. („Ein
Sendbrief vom Dolmetschen und fiirbitte der Heiligen.“ Martin Luther Ausgewáhlte
Werke. Herausgegeben von H.H. Borcherdt und Georg Merz,3. Aufl. 6. Band. Chr
Kaiser Verlag Munchen 1958 s. 14.)
24 M.A.K Halliday. Language as Social Semiotic. The Social Interpretation of
Language and Meaning. London (Edward Amold) 1978 bls. 110.
V. N. Webb, „Some Aspects of the Sociolinguistics of Bible Translation and
Exegesis, and of Religious Language." J.P. Louw (útg.) Sociolinguistics and
Communication, London (UBS) 1986 bls. 50-82.
90