Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 93
Ný viðhorf við biblíuþýðingar
Á undanfömum árum hefur orðið vart vissrar áherslubreytingar í
vinnu með texta. Áherslan hefur í auknum mæli beinst frá því að
rannsaka upptök textans og byggingu hans og að sjálfu lestrarferlinu,
sambandinu milli textans og lesandans.25 Talað er um tvenns konar
lestraraðferðir,26 annars vegar „strúktúralistískar” aðferðir þar sem
textinn er greindur í smærri eindir og eindimar síðan skilgreindar og
settar saman og hins vegar „dýnamískar” eða „funktíonalistískar”
aðferðir þar sem reynt er að draga upp mynd af öllu lestrarferlinu,
hvemig lesandinn tekur þátt í lestrinum með því að beita líkönum.
Nauðsynlegt er að forðast allan einstrengingshátt í þessum efnum. Engin
ein aðferð getur gert kröfu til þess að vera algild. Þessi nýju viðhorf þar
sem lesandinn og lesturinn em meginviðfangsefni rannsókna hafa leitt til
nýrra hjálpargagna fyrir lesandann.
Aðferðir í bókmennta- og félagsmálvísindum
Rannsóknir bókmenntafræðinga, hinn svo nefndi „Reader Response
Criticism” eða frásagnarrýni er að því leyti frábrugðin fyrri
ritskýringaraðferðum, að þar er áherslan lögð á textann sem heildstæða
frásögn. Frásagnarrýnandinn hefur bæði áhuga á að komast að því hvað
textinn segir og hvernig hann segir það. Sögurýnin fékkst fyrst og fremst
við sögulegar spumingar tengdar textanum en frásagnarrýnin skoðar
textann fremur sem bókmenntaverk. Einnig beinist athyglin meir að
lesandanum. Reynt er að komast að því hvaða áhrif textinn hefur á
lesandann og hvemig lesandinn gengur inn í lestrarferlið. Segja má að
þessar aðferðir taki að mörgu leyti mið af þeim aðferðum sem beitt var
þegar bækur Nýja testamentisins vom ritaðar. í fomum kennslubókum í
ritlist var mönnum kennt að nota viðurkennd rit til þess að skapa nýjar
bókmenntir.27 Þjóðfélagið viðurkenndi ekki rit af því einu að þau vom
fom heldur af því að þau þjónuðu samfélaginu sem tjámiðill. Kennivald
þeirra fólst ekki í valdboði heldur af því að menn gátu tjáð sjálfskilning
sinn með þeim. Viðurkenndir textar hjá Grikkjum vom t.d. Hómer,
leikritaskáldin og heimspekingamir.
íslendingasögumar vom á þennan hátt tjámiðill íslensks samfélags.
Sama má segja um Nýja testamentis þýðingu Odds Gottskálkssonar, hún
var ekki aðeins þýddur texti á bók heldur varð hún tjámiðill í daglegu lífi
manna. Áhrif Biblíunnar á íslenskar bókmenntir felast ekki aðeins í
25 Jón Sveinbjömsson, „Lestur og ritskýring," Studia theologica islandica 1, 1988 s.
51-70 Sami, „Ný viðhorf í Biblíurannsóknum,“ Tímarit Háskólans 1,1,1986, s. 40-
48.
26 Bruce J. Malina, „The Social Sciences and Biblical Interpretation" Interpretation 36,
1982, s. 229-242.
27 Jón Sveinbjömsson, ,JLestur og ritskýring“ Studia theologica islandica 1 1988 s. 52-
58. Ronald F. Hock, „General Introduction.“ Ronald F. Hock & Edward N.O’Neil,
The Chreia in Ancient Rhetoric. Volume I. The Progymnasmata. Scholars Press,
Atlanta 1986 s. 3-60. Burton L. Mack, Rhetoric and the New Testament Fortress,
Minneapolis 1990.
91