Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 94
Jón Sveinbjömsson
beinum tilvitnunum í rit Biblíunnar heldur engu síður í notkun
biblíuritanna við að semja nýjan texta.
Aðferðir frásagnarrýnenda eru mjög að ryðja sér til rúms í biblíu-
fræðum, einkum við umfjöllun á guðspjöllunum. Má m.a. nefna ýmsar
bækur um Markúsarguðspjall28 og Jóhannesarguðspjall.29 Ég hef reynt að
kynna viðhorf frásagnarrýnenda bæði í námskeiðum í ritskýringu og í
nokkrum tímaritsgreinum.30 Ég er sannfærður um gildi þessara aðferða
fyrir biblíuþýðendur þar eð þær beina athyglinni svo mjög að viðtöku
textans og lestrinum.
Skipta má rannsóknum á daglegu lífi manna á tímum Nýja testa-
mentisins í stómm dráttum í tvo flokka: Annars vegar em hefðbundnar
sagnfræðilegar rannsóknir á félagslegu lífi manna þar sem heimildir em
rýndar og ályktanir dregnar af þeim. Hins vegar em rannsóknir þar sem
beitt er félagsfræðilegum líkönum, sem unnin em úr könnunum á lifandi
samfélögum.31 Notkun þessara líkana byggist á þeirri forsendu að
skynjun manna gmndvallist á vali, að hún sé afmörkuð, háð viðkomandi
menningarsamfélagi og einatt ómeðvituð um að svo sé. Þessar rannsóknir
byggja á kenningum um miðlægi ákveðinna hugtaka. Markmið þeirra er
að finna sammannleg viðmið og beita þeim síðan sem mælistikum á hópa
og flokka þá eftir þeim.32
Reynt hefur verið að sýna fram á hvemig hugtök eins og t.d. sæmd og
skömm, hreinleiki og saurgun, húsbændur og hjú, viðhorf til líkamans
o.fl. móti lífsmynstur manna og geti þannig varpað nýju ljósi á þá texta
sem verið er að glíma við. Félagslegar áherslur í ritskýringu fomra texta
em mjög áberandi á síðustu ámm, ekki einungis Biblíunnar heldur einnig
annarra fomra texta. Má m.a. benda á bækur eftir Bmce J. Malina, en
hann byggir að vemlegu leyti á kenningum félagsmannfræðingsins Mary
Douglas. Engu að síður er mönnum fyllilega ljóst að mikillar aðgætni er
þörf þegar beitt er líkönum á fom samfélög.33
28 D. Rhoads & D. Michie, Mark as Story. An Introductuion to the Narrative of a
Gospel. Fortress Press, Philadelphia 1982. R.M. Fowler, The Function of the
Feeding Stories in the Gospel ofMark. Scholars Press, Chico 1981. V.K. Robbins,
Jesus the Teacher. A Socio-Rhetorical Interpretation of Mark. Fortress Press,
Philadelphia 1984. B.L. Mack, A Myth of Innocence. Mark and Christian Origins.
Fortress Press, Philadelphia 1988.
29 R.A. Culpepper, Anatomy of the Fourth Gospel. A Study in Literary Design.
Fortress Press, Philadelphia 1983. J.L. Staley, The Print’s First Kiss: A Rhetorical
Investigation of the Implied Reader in the Fourth Gospel, Scholars Press, Atlanta
1988.
30 Tímarit Háskóla íslands 1,1 \Studia theologica islandica fOrðið 19.árg.
31 Th.F. Best „The Sociological Study of the New Testament: Promise and Peril of a
New Discipline," Scottish Journal of Theology, 36 (1983) s. 181-194. C. Osiek,
What Are They Saying About the Social Setting of the New Testament? Paulist
Press, New York 1984. H.C. Kee, Knowing the Truth. A Sociological Approach to
New Testament Interpretation. Fortress Press, Minneapolis 1989.
32 B.J. Malina, Christian Origins and Cultural Anthropology. Practical Models for
Biblical Interpretation. John Knox Press, Atlanta 1986.
33 T.F. Carney, The Shape of the Past: Models and Antiquity. Lawrence, KS
(Colorado Press) 1975. J.H. Elliott, "Social-Scientific Criticism of the New
J
92