Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 96
Jón Sveinbjömsson
túlka texta og setja sig inn í þann feril sem grískan sem tjáskiptaform bjó
yfir á dögum rita Nýja testamentisins. Það er sitt hvað að geta greint
formgerðir („strúktúra”) í textum og geta sýnt fram á mælskufræðileg
stílbrögð og hitt að geta greint áhrifamáttinn í þeim í tjáskiptum. Ef slíkt
málanám ætti að koma að gagni þyrfti að sinna því meir en nú er gert.
Óneitanlega virðist meiri áhersla hafa verið lögð á að greina
setningafræðilega byggingu tungumála heldur en merkingarfræðilega
byggingu þeirra. Það á reyndar ekki einungis við um fommálanám í
guðfræðideildum heldur einnig um annað málanám í skólum.
Setningafræðin hefur verið í meiri heiðri höfð en merkingarfræðin.
Sama gildir um mælskufræðina eða rhetoríkina. Rannsóknir í
mælskufræði og stílfræði hafa fyrst og fremst beinst að því að skilgreina
stílform og byggingu en síður verið hugað að áhrifamætti hennar sem
tækis við að sannfæra og hafa áhrif á menn. Augu manna em í auknum
mæli að opnast fyrir þessum síðamefnda þætti mælskulistarinnar og tala
menn um „nýja mælskulist” „New Rhetoric” í þessu sambandi.36
Það virðist erfitt að byggja upp fræðilegt nám í guðfræði án þess að
gera ráð fyrir að stúdentar geti glímt við textann á fmmmálunum. Það er
ekki nóg að kunna „glósur” og geta þýtt grískt orð með íslensku. Að
sjálfsögðu er nauðsynlegt að átta sig á þeim reglum sem grískan býr yfir
við að raða orðum í setningar en það eitt er ekki heldur nóg. Það er
nauðsynlegt að reyna að komast að því hvemig samfélagið notaði málið
til þess að tjá skilning sinn á lífinu og tilvemnni. Við þurfum að ná fram
til almennra mannlegra þátta í grískunni og hebreskunni sem eru
jafnframt gmnnþættir í okkar eigin málnotkun. Þama verða félagsvísindi
og málvísindi að vinna saman.
Rannsóknir í merkingarfræði37
Þrátt fyrir mikla grósku í málvísindum á síðari áratugum hefur
merkingarfræðin (semantics) fremur lítið verið stunduð. Um tíma komst
nokkuð óorð á hana vegna þess að ýmsir töldu að hún væri of huglæg til
þess að geta talist vísindaleg.38 Það er ekki fyrr en á síðustu ámm sem
menn hafa farið að stunda hana að einhverju ráði.39
36 Sbr. Chaim Perelman og L. Olbrechts-Tyteca.TTie New Rhetoric. A Treatise on
Argumentation. Notre Dame, Ind., Univ. of Notre Dame Press 1969. Wilhelm
Wuellner, „Where Is Rhetorical Criticism Taking Us?“ The Catholic Biblical
Quarterly. Vol 49 1987 bls. 448-463. Burton L. Mack, Rhetoric and the New
Testament. Fortress, Minneapolis 1990.
37 Þeir Jón R. Gunnarsson lektor og Svavar Sigmundsson dósent hafa hjálpað mér við
að þýða ýms málfræðiheiti yfir á íslensku. Kann ég þeim þakkir fyrir.
38 L. Bloomfield, Language , 8. útg 1965. B. Bloch & G.L. Trager, Outline of
Linguistic Analysis, Baltimore 1942. Z.S. Harris, Structural Linguistics. 6. útg.
Chicago & London 1963. Eugenio Coseriu og Horst Geckeler, Trends in Structural
Semantics. (Tiibinger Beitrage zur Linguistik; 158). Gunter Narr Verlag, Tiibingen
1981 s.ll.
39 Sjá yfirlit yfir rannsóknarsögu hjá E. Coseriu & H. Geckeler, Trends in Structural
Semantics.
94