Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 98
Jón Sveinbjömsson
forystu M.L. Samuels og Ch. J. Kay í sambandi við samningu sögulegrar
orðabókar (thesaurus) yfir enska tungu og í þriðja lagi merkingar-
fræðirannsóknir E.A. Nida og J.P. Louws í tengslum við samningu grísk-
enskrar orðabókar yfir Nýja testamentið sem byggð er á merkingar-
sviðum (semantic domains). Segja má að rannsóknir orðabókarmannanna
í Glasgow tilheyri fyrri flokknum, að greina merkingarkerfi út úr
orðaforðanum eins og hann kemur fram í sögu og samtíð en Coseriu
tilheyri hinum síðari, að afmarka rannsóknarefnið sem mest frá
raunveruleikanum utan textans og greina það síðan og flokka.
Merkingarkerfi Louws og Nida stendur eiginlega mitt á milli.
Það eru aðeins Louw og Nida sem setja fram heildarmerkingarkerfi
sem byggt er á málvísindalegum mælistikum. Starfshópurinn í Glasgow
mun birta heildarkerfi sitt á þessu ári í tengslum við útgáfu fomenskrar
orðabókar, en upphaflega studdist hópurinn við kerfi Rogets.44 Coseriu
vill rekja alla þætti kerfismerkingarfræðinnar (stmctural semantics) til
eins kerfis, sem enn er aðeins til í drögum. Þetta kerfi inniheldur bæði
formkerfi orða (paradigmatic struclures) og formkerfi setninga
(syntagmatic stmctures).
Rannsóknir hins svonefnda Tiibingenskóla:
Coseriu nær fram til samstæðs (homogeneous) rannsóknarefnis með því
að afmarka orðaforðann með 7 skilgreiningum 45 Þær gera m.a. ráð fyrir
að þess sé nákvæmlega gætt að greina að þekkingu sem byggð er á
tungumálinu sjálfu og þekkingu manna á raunheimi. Aðrar þýðingar-
miklar skilgreiningar greina t.d. milli grunnmerkingar (Bedeutung,
signification) og aukamerkingar (Bezeichnung, designation), samtímalegs
máls (synchrony) og sögulegs máls (diachrony), heildarbyggingar
tungumáls (architecture of language) og formgerðar tungumáls /
málnotkunar (stmcture of language / functional language). Samtímaleg
málnotkun á sögulegu máli er ekki samstæð (homogeneous). Þar má finna
innri mismun eftir búsetu manna (diatopic), félagslegri stöðu (diastratic)
og tjáningarmáta (diaphasic). Þetta kallar Coseriu „architecture of
language,” heildarbyggingu tungumáls, og skilgreinir það sem „heildar-
tengsl sem eiga sér stað við málnotkun á sögulegu máli.”46
Formgerð tungumáls (stmcture of language) getur einungis ákvarðast
innan algjörlega samstæðrar málnotkunar. Það er aðeins hægt að koma
við greiningu málvísindalegra andstæðna innan formgerðar tungumáls.47
Þessar höfuðskilgreiningar Coseriu miða að því að ná fram til
samstæðs efniviðar sem gerir mönnum kleift að setja fram heildarkerfi
tungumála.
44 Roget’s Thesaurus ofEnglish words and phrases. 1984
45 Trends, s. 47-56.
46 „l’ensemble de rapports que comporte la multiplicité des ’techniques du discours'
coexistantes d’une langue historique."
47 ,Júnctional lexical oppositions"
96