Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 99
Ný viðhorf við biblíuþýðingar
Málfræðingamir T. Ballmer og W. Brennenstuhl48 fjalla einnig um
heildarformgerð tungumála. Þeir nefna kenningar sínar
„heildargreiningu á merkingu” („Holistic Meaning Analysis.”) Með því að
beita nokkmm merkingarvenslum (semantic relations) svo sem líkingu
(similarity), mismun (dissimilarity), rökleiðingu (implication) og
forsendu (presupposition) hyggjast þeir koma stóm gagnasafni í kerfi. I
greinunum fjalla þeir um orðabók (thesaums) yfir þýskar sagnir sem þeir
eru að vinna að. Þeir fara þannig að: Sögnum er safnað saman eftir
merkingu (ásamt föllum sem þær stjóma) í flokka (kategóríur) ásamt
aðalsögn sem að gmnnmerkingu er tengd öllum sögnum í flokknum.
Sagnalíkan (verb model) verður til þegar aðalsögnum flokkanna er raðað
saman eftir skyldleika. Líkön em sett í líkanaknippi (model groups).
Líkanaknippi em tengd saman í líkanakerfi (model systems). Dæmin sem
þeir gefa sýna að hverja sögn í sagnflokk (kategóríu) er hægt að umorða
með því að nota aðalsögn sagnflokksins ásamt öðmm orðum (ekki
sögnum). Sama er að segja um kategoríumar sem em flokkaðar saman í
líkön með svonefndri forsendutengsl (presupposition relation).
Umritanimar gefa til kynna að hægt sé að flokka allan sagnaþesámsinn í
nokkrar gmnnsagnir sem ekki er hægt að greina frekar. Á þennan hátt
telja þeir sig ná fram til líkans sem hægt sé að greina alla texta með.49
Historical Thesaurus of English
Vinnuhópur við enskudeild háskólans í Glasgow undir stjóm M.L.
Samuels og Ch. J. Kay hefur um árabil unnið að gerð sögulegrar
orðabókar eða orðasafns (þesárus) yfir enskt mál sem byggt e'r á
merkingarsviðum (Historical Thesaums of English),50 en orðið „þesáms”
er notað um skrá hugtaka eða orða sem flokkuð em eftir merkingu.
Professor M.L. Samuels vakti athygli á að þörf væri fyrir orðabók sem
gæti veitt nákvæmar upplýsingar um enskan orðaforða á ýmsum
tímabilum í sögu enskumælandi manna. Hann benti á að þessar
upplýsingar væm að vemlegu leyti til staðar í Oxford English Dictionary
(OED) en erfitt væri að komast að þeim þar eð orðabókin væri flokkuð
eftir stafrófsröð en ekki eftir merkingu.
48 Sjá greinarnar „An Empirical Approach to Frame Theory: Verb Thesaurus
Organization.” og „Lexical Analysis and Language Theory“ eftir T. Ballmer og W.
Brennenstuhl í ritinu Words, Worlds, and Contexts. New Approaches in Word
Semantics. Ritstj. Hans-Jiirgen Eikmeyer og Hannes Rieser. Walter de Gruyter
(Berlin, New York) 1981.
49 Hér virðist vera beitt svipuðum aðferðum og við „valenz“ orðabók þá sem Jón
Hilmar Jónsson greinir frá í tímaritinu Orð og tunga 1 „Sagnorðagreining Orðabókar
Háskólans“ s. 123-174.
50 Sjá nánar: L.W. Collier & C.J. Kay, „The Historical Thesaurus of English“.
Dictionaries 2/3, 1982/3. T.J.P. Chase & C.J. Kay, „Constructing a Thesaurus
Database,“ Literary and Linguistic Computing, 2-3, 1987 s. 161-163. Ch.J. Kay &
Th.J. Chase, „Semantic Approaches to an Historical Thesaurus,“ í: J.Tomaszczyk &
B. Lewandowska-Tomaszczyk (ritstj.), Meaning & Lexicography. Metalinguistic
Behaviour & Language Study. Vol 28. Benjamins, Amsterdam.
97