Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 100
Jón Sveinbjömsson
Markmið Samuels var að flokka upplýsingarnar í OED og
viðbótarbindum þess og gera þær aðgengilegar fyrir lesendur og koma
þeim fyrir í flokkum þar sem hægt væri að koma við nákvæmum
skilgreiningum. Orðabókin sem unnið hefur verið að í Glasgow er fyrsta
orðabók sinnar tegundar og mun ná svo að segja yfir allt enskt mál frá
fomöld til þessa dags. Bókin verður byggð upp á svipaðan hátt og Roget’s
Thesaurus, þ.e.a.s. orðum verður raðað eftir merkingu þeirra í ákveðin
merkingarsvið og orðaforða hvers merkingarsviðs síðan raðað eftir
tímabilum. Þar má t.d. sjá hvemig menn hafa komist að orði um ýmsa
hluti á ólíkum tímum, t.d. hvemig menn töluðu um sjúkdóma á dögum
Shakespeares eða hvaða orð vom notuð um sjómennsku og fiskveiðar á
17. öld. Þama má sjá hvemig merking orða breytist á ólíkum tímum.
Enska orðið „sad” sem merkir „hnugginn”, „dapur” í nútíma ensku er í
merkingarflokknum „fullnægður” á tímabilinu 1000-1450, í
merkingarflokknum „staðfastur” á tímabilinu 1315-1667 og í
merkingarflokknum „dapur, sorgbitinn” frá 1366 til nútímans.
Hópurinn hefur fjallað um einstök merkingarsvið og greint þau
innbyrðis. Mikil vinna hefur einnig verið lögð í heildarflokkun
merkingarsviða.51
Líkt Tíibingenskólanum telur Glasgowskólinn að merkingarfræði orða
(paradigmatísk merkingarfræði)52 sé gmndvallandi í ferlinu og að
varhugavert sé að glíma við merkingarfræði setninga eða merkingarfræði
texta (syntagmatíska eða samhengismiðaða merkingarfræði) ef ekki hafi
áður verið lagður traustur gmndvöllur með merkingarfræði orða.53 A
hinn bóginn greinir þessa skóla á að því leyti að Glasgowskólinn vinnur
með orðaforðann eins og hann kemur fyrir í sögu og samtíð og reynir að
koma auga á kerfi sem em til staðar í „lexis”, orðaforðanum á ýmsum
tímum, í stað þess að afmarka efniviðinn sem mest frá ytri raunveruleika
og beita málvísindalegum mælistikum á tilbúinn eða samræmdan efnivið.
Sérhver flokkun verður að spretta fram úr orðaforða viðkomandi sviðs.
Þessi aðferð sem leggur alla áherslu á merkingarsamband milli orða án
þess að taka tillit til setningafræðilegs samhengis er frábmgðin flestum
merkingarfræðilegum rannsóknum á undanfarandi áratugum.
51 Historical Thesaurus of English - Annual Report 1987/1988; fréttabréf. Th.Chase,
The English Religious Lexis. Texts and Studies in Religion 37. The Edwin Mellen
Press 1988. I.A.W. Wotherspoon, A Notional Classification of Two Parts of
English Lexis. B.Litt thesis. University of Glasgow 1969. (Jane Roberts, „A
Preliminary ‘Heaven’ Index for Old English," Sources and Relations: Studies in
Honour of J. E. Cross, Leeds Studies in English, New Series 16. 1985 bls. 208-
219. Jane Roberts, „Some Problems of a Thesaurus Maker,“ Problems of Old
English Lexicography, Alfred Bammesberger (ritstj.), Regensburg 1985 bls. 229-
243. Giinter Kotzor, „Wind and Weather: Semantic Analysis and the Classification
of Old English Lexemes," Problems of Old English Lexicography, Alfred
Bammesberger (ritstj.), Regensburg 1985 bls. 175-195.)
52 Eugenio Coseriu & Horst Geckeler, Trends in Structural Semantics, Tiibingen
(GunterNarr) 1981.
53 N.G. Komlev, Components of the Content Structure of the Word. The Hague &
Paris (Mouton) 1976 bls. 152.
98
I