Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 101
Ný viðhorf við biblíuþýðingar
Ummyndunar málfræði (transformational-generative grammar) telur
merkingarfræði óaðskiljanlega frá setningarfræði. Þetta hefur leitt til
þess að merkingarfræði orða hefur verið vanrækt sem slík.
Merkingarfræðin hefur reynst einn aðalþröskuldur ummyndunar-
málfræðinnar þar eð merking orða er svo fjölbreytt og erfitt að koma
henni í kerfi.54
Eins og áður hefur komið fram er efniviðurinn fyrst og fremst
fenginn úr OED og tekið mið af skilgreiningum orðabókarinnar og orðin
greind í merkingarþætti (componential analysis).55 Útilokað hefur verið
að greina öll orð í merkingarþætti. Orðunum er síðan raðað saman eftir
merkingarþáttum þeirra og gerð grein fyrir þeim mælistikum sem beitt
er við flokkunina.
í stórum dráttum má tala um þrjú stig í flokkun merkingarsviða. Fyrst
eru orðin flokkuð í nokkra undirflokka (subfields) eftir merkingar-
sviðum. Síðan er orðum raðað innan hvers undirsviðs eftir merkingar-
þáttum. Þriðja og lægsta stigið felur í sér nákvæmari greiningu
merkingarsambanda.
í bráðabirgðaflokkun merkingarsviða er gert ráð fyrir þrem megin-
þáttum með 26 undirflokkum. Þessir flokkar eru: (I) Heimurinn með 8
undirflokkum (jörðin, lífið, skynjun, efni, tilvist, tengsl, yfimáttúruleg
fyrirbæri, efnislegar þarfir og óskir). (II) Hugurinn með 8 undirflokkum
(hugsanaferlar, væntingar, góð og vond viðhorf, fagurfræðileg viðhorf,
fullyrðingar, eign, fullnæging þarfa, viðleitni). (III) Samfélagið með 10
undirflokkum (félagshópar, félagsleg tengsl, ríki, lög, kirkja, tjáskipti,
fræðsla, ferðir og flutningar, störf, frístundir).
A þessu ári er gert ráð fyrir að út komi orðabók yfir fomensku56 þar
sem orðaforðanum er raðað eftir merkingarsviðum, en OED geymir
aðeins fomensk orð sem notuð vom á miðöldum. Þær Jane Roberts og
Christian J. Kay hafa haft veg og vanda af þessu verki. Þessi útgáfa
verður eins konar tilraunaútgáfa fyrir útgáfu heildarverksins, því að
öllum fornenska orðaforðanum verður þar raðað samkvæmt
heildarmerkingar-kerfi Glasgowskólans. Fram að þessu hafa birst nokkur
dæmi um flokkun ákveðinna sviða eins og t.d. líkaminn og hlutar hans,
dauðinn,57 vindar og veður.58
Ég ætla að birta hér dæmi um flokkun Glasgowskólans á merkingar-
sviðinu „Líkaminn og hlutar hans.”
54 Janet D. Fodor, Theories of Meaning in Generative Grammar, Cambridge, Mass
(Harvard University Press) 1980. Gagnrýni á aðferðir Glasgow skólans: Kurt
Baldinger, Semantic Theory, Oxford (Blackwell) 1980. John Lyons, Semantics.
Cambridge (CUP) 1977.
55 C. Kay & M.L. Samuels, „Componential Analysis in Semantics: Its Validity and
Applications.“ Transactions ofthe Philological Society 1975 s. 49-81. E.A. Nida,
Componential Analysis. The Hague (Mouton) 1975.
56 Sjá: Jane Roberts, „Some Problems of a Thesaurus Maker'1, í: Alfred Bammesberger
(ritstj.), Problems ofOld English Lexicography, Regensburg 1985 s. 229-243.
57 Roberts, Some Problems s.238-242.
58 Giinter Kotzor, „Wind and Weather: Semantic Analysis and the Classification of Old
English Lexemes“, Problems of Old English Lexicography, s. 175-195.
99