Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 104
Jón Sveinbjömsson
01 Barki
02 Lungu
03 Andardráttur, andi
04 Öndun
05 Að anda
06 Andvarp
07 Að hrjóta
08 Hjarta 01 Blóð
09 Heili
01 Heilabast
Grísk-ensk orðabók yfir Nýja testamentið byggð á merkingarsviðum
Á síðastliðnu ári kom út grísk-ensk orðabók yfir Nýja testamentið byggð
á merkingarsviðum eftir þá Johannes P. Louw og Eugene A. Nida.
Höfundar höfðu áður kynnt viðhorf sín og vinnuaðferðir m.a. í bókinni
Lexicography and Translation,59 og í greininni „Semantic Domains and
Componential Analysis of Meaning”.60
Orðabókin er í tveim bindum. í fyrra bindinu, sem er 843 blaðsíður
auk landakorta og formála, eru öll grísk orð í 3. útgáfu Sameinuðu
Biblíufélaganna af Nýja testamentinu greind í 93 merkingarsvið.
Orðaforðinn, bæði einstök orð og orðasambönd, er 5000 uppflettiorð
með yfir 25.000 merkingum. í síðara bindinu, sem er 373 blaðsíður, eru
atriðaskrár; fyrst er skrá yfir grísk orð í stafrófsröð með enskri þýðingu,
síðan kemur skrá yfir ensk orð í stafrófsröð, þá skrá yfir öll rit Nýja
testamentisins eftir köflum og versum og loks landakort. Allar þessar
skrár eiga að sýna notanda hvar og hvemig orðin og orðasamböndin eru
flokkuð í merkingarsvið í fyrra bindinu.
í formála er greinargóð lýsing á verkinu og leiðbeiningar um notkun
orðabókarinnar. Formálinn skiptist í fjóra þætti. í fyrsta þætti er lýsing á
því hvað felst í því að orðabók sé byggð á merkingarsviðum (semantic
domains). í öðmm þætti er fjallað um notagildi slíkrar orðabókar í
samanburði við hefðbundnar orðabækur. í þriðja þætti gefa höfundar
dæmi um hvemig nota megi orðabókina. í fjórða þætti inngangsins em
síðan taldar upp „Fimm grundvallarreglur merkingarfræðilegrar
greiningar og flokkunar.” Þessar reglur era:
Fyrsta reglan: „Engin samheiti” þ.e.a.s. engin tvö uppflettiorð hafa
algjörlega sömu merkingu. Þó að tvö uppflettiorð virðist eins að
grunnmerkingu þá er ætíð einhver blæbrigðamunur á þeim. Þó að tvö
eða fleiri orð séu flokkuð saman í orðabókinni þýðir það ekki að þar sé
um algjörleg samheiti að ræða, heldur felur það í sér að heimildir í Nýja
testamentinu eða öðrum grískum bókmenntum tengdum Nýja
59 Ritstj. J.P. Louw (Bible Society of South Africa 1985)
60 Eugene A. Nida, Johannes P. Louw og Ronald B. Smith, „Semantic Domains and
Componential Analysis of Meaning," í: R.W. Cole (ritstj.), Current Issues in
Linguistic Theory, ed. R.W. Cole. Indiana Univ.Press 1977, 139-167). Jón
Sveinbjömsson „Órðabók byggð á merkingarsviðum," OrÖið 1989 s.7-8.
102