Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 105
Ný viðhorf við biblíuþýðingar
testamentinu gefi ekki þær upplýsingar sem veiti möguleika á að greina
að merkingarmun þeirra.
Önnur reglan: Merkingarmunur kemur fram af samhengi, annað hvort
innan textans eða utan hans. Textasamhengið getur falist í nánasta
samhengi setningar, málsgreinar, kafla, rits. Samhengið getur falist í
ritum eftir sama höfund, öðmm skjölum sama bókmenntaflokks, texta á
sama tungumáli sem fjallar með svipuðum orðaforða um svipað efni.
Samhengi utan texta felst aðallega í sögulegum atriðum sem geta varpað
ljósi á viðmiðin, annað hvort með sögulegum heimildum eða
fomminjum. Þar eð merkingarmunur kemur fyrst og fremst fram af
samhenginu er rétt merking orðs sú sem best á við samhengið.
Þriðja regla: Merking er skilgreind með ákveðnum sérgreinandi
þáttum. Með ákveðnum sérgreinandi þáttum er hægt að skilgreina mörk
þeirra viðmiðana sem orð lýsir. Fjöldi merkingarþátta orðs fer eftir því
hve merkingarfræðilegu mælistikumar (semantic grid) em nákvæmar.
Full þekking á mælistikunum næst ekki fyrr en heildarsýn yfir
merkingarkerfið er til staðar. Ekki er hægt að vita hvemig á að greina
einstök atriði fyrr en allt er vitað um þau öll. Það er ekki hægt að þekkja
heildina fyrr en hvert atriði hefur verið greint. Það er einnig
þýðingarmikið að blanda ekki saman merkingu hugtaks og einstökum
tilvísunum þess í sérstöku samhengi. Gríska sögnin aiteo getur t.d. verið
notuð um að „biðja um,” „krefjast”, „heimta” og „biðja til” eftir því
samhengi sem hún stendur í. Merking grísku sagnarinnar felur í sér
merkingarþætti sem em sameiginlegir merkingarþáttum íslensku
sagnanna.
Fjórða regla: Óeiginleg merking orða greinist frá eiginlegri merkingu
á gmndvelli þriggja þátta: (1) Orðin tilheyra ólíkum merkingarsviðum,
(2) bókstaflega merkingin kemur misjafnlega greinilega fram í óeiginlegu
merkingunni og (3) oft er erfitt að greina hvort um talshátt er að ræða.
Þegar Heródes er kallaður „refur” í Lk 13,32 tilheyrir orðið öðru
merkingarsviði en sama orð í Lk 9,58 „refar eiga greni.” Orðtök og
talshættir eins og að safna kolum elds á höfuð óvini61 benda til að
munurinn á bókstaflegri og yfirfærðri merkingu talsháttarins gefi í skyn
að hér sé um tvö ólík merkingarsvið að ræða. Því meir sem talsháttur er
notaður þeim mun rneifi líkur em á því að hann týni upphaflegri
merkingu sinni.
Fimmta regla: Þegar tekið er tillit til þess að eitt og sama orðið getur
haft ólíkar merkingar og ólík orð geta haft svipaða merkingu bendir það
til þess að merkingarkerfi tungumála sé flókið og myndi óregluleg
merkingarsambönd. Þótt vissir flokkar séu skýrir og afmarkaðir eins og
61 Rm 12,21.
103