Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 106
Jón Sveinbjömsson
t.d. hugtök sem tákna skyldleikatengsl, liti eða flokkun dýra þá eru flestir
flokkar óreglulegir. Oft getur reynst ógerlegt að finna grunnmerkingu
(„Grundbedeutung”) eða merkingarfræðilegan samnefnara sem ólíkar
merkingar sama orðs geta flokkast undir (dæmi: charis getur bæði þýtt
„þokki”, „náð” og „sýna náð”). í vissum tilfellum má setja fram flokka af
ólíkum orðum sem tengd eru með sameiginlegum merkingarþáttum. Viss
fjöldi hugtaka myndar merkingarkjama (cluster), þar sem til staðar eru
áberandi sérgreinandi þættir. Orðaforði Nýja testamentisins er það
afmarkaður að ógerlegt er að setja fram heildarkerfi tungumáls á grunni
hans.
í greininni „Semantic Domains and Componential Analysis” tala
höfundar um 7 meginþætti nýrra viðhorfa í orðabókarfræðum. Þeir eru:
(1) Reynt er eftir megni að taka mið af því flokkunarkerfi sem er til
staðar í textanum. [Fremur notað „emic” greiningarkerfi en „etic”.]
Dæmi: Eldur er flokkaður sem hlutur / efni fremur en verknaður / ferill
þar eð eldurinn var talinn eitt af fjórum frumefnum á dögum Nýja
testamentisins. Reynt er að halda heimsmynd fomaldar. Tillit er tekið til
sérstakra merkingareinkenna Nýja testamentisinst eins og t.d. notkun
gríska orðsins tapeinos „auðmjúkur” sem fær allt aðra og jákvæðari
merkingu í Nýja testamentinu en það hafði annars í grísku. Tungumál em
aldrei algjörlega sjálfum sér samkvæm. Einungis með því að nálgast
tungumál eins og hægt er með viðmiðun við lokað mengi tiltekinna
fastastærða má vænta þess að hægt sé að gefa tiltölulega nákvæma og
sanna mynd af viðkomandi merkingarkerfi.
(2) Til þess að gefa sem sannasta mynd af merkingarlegri formgerð
textans („semantískum strúktúmm”), er nauðsynlegt að losa hana undan
málfræðilegri flokkun (grammatískum skilgreiningum).
Merkingarfræðin verður að koma fram sem kerfi sem stendur á eigin
fótum og fjallar um raunveruleikann á gmndvelli tilvísana hans en er
ekki bundið við setningafræði. Þetta felur ekki í sér höfnun á stöðugu
sambandi milli merkingarfræðilegra og setningafræðilegrar formgerðar,
en hvora formgerðina verður að meðhöndla eftir innri forsendum
hvorrar um sig. Það er ekki hægt að ætla að orðflokkar séu gmndvöllur
fyrir semantíska flokka. Það er nauðsynlegt að leita til djúpgerðar orða
og greina þau eftir merkingarþáttum. Orð sem tilheyra ólíkum
orðflokkum standa einatt saman í merkingarsviði.
(3) Þegar orð em greind í merkingarþætti fer best á því að raða saman
nokkrum orðum sem hafa skylda merkingu og greina hvað er
sameiginlegt, sérgreinandi og umframt í þeim. [Dæmi: muldra, kalla,
æpa, hvísla, babla.] Ekki er ráðlegt að taka með allar merkingar hvers
einstaks orðs. Þýðingarmikið er að skilgreina nákvæmlega sameiginlega
merkingarþætti en átta sig jafnframt á að þessi greining nær aðeins til
viss hluta af merkingarþáttunum. Þegar of mörg dæmi em tekin með er
104