Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 107
Ný viðhorf við biblíuþýðingar
hætta á að sá sem greinir afmarki merkingarsviðin ekki nægilega með
sameiginlegum þáttum. Afleiðingin getur orðið sú að merkingin verði of
almenn til þess að vera gagnleg eða feli í sér of margar undantekningar
til þess að vera ljós.
(4) Merkingarsvið eru flokkuð eftir sameiginlegum merkingarþáttum.
Flokkun í merkingarsvið á fremur að endurspegla sameiginlega
merkingarþætti en að setja fram merkingarsvið sem byggt sé á fyrirfram
gerðu kerfi heimspekilegs eða rökfræðilegs ramma.
(5) Áhersla er lögð á margbreytileika merkingarsambanda. Flestir sem
fást við merkingargreiningu leggja áherslu á kerfið sem ríkir milli
merkingarþáttanna. Heillavænlegra er að gera ráð fyrir margbreytileika
og fjölþættu sambandi merkingarþátta. Viss afmörkuð svið eins og t.d.
fjölskyldubönd geta verið tiltölulega einföld en þegar farið er að greina
víðari svið orðaforðans koma fljótt í ljós takmarkanir á tilgátu Triers um
að hægt sé að flokka alla upplifun í tiltölulega fastmótað heildarkerfi.
Flokkun merkinga felur óhjákvæmilega í sér það sem stærðfræðingar
neíha „fuzzy sets,” en það eru eindir sem í vissum tilfellum tilheyra fleiri
en einum flokki.
(6) Greina þarf milli upplýsinga sem fá má út úr textanum sjálfum og
upplýsinga sem fást utan textans. Ógerlegt er að greina merkingu án
málfræðilegra skilgreininga. Yfirleitt er ekki stuðst við fróðleik sem
byggir á almennri þekkingu, þ.e. sem byggir ekki á málfræðilegum
andstæðum. Stundum getur verið nytsamlegt, einkum fyrir þá sem þýða
úr máli sem tjáir ólíka menningu að gera sér grein fyrir merkingu
félagslegra eða menningarlegra athafna - Að gnísta tönnum getur t.d.
bæði táknað sorg og reiði í Nýja testamentinu og að rífa klæði sín getur
táknað sorg eða hneykslan. I öðrum þjóðfélögum merkir slíkt atferli
eitthvað annað. (Merking atburðarins skilst fremur út frá menningu en
máli.)
(7) Nauðsynlegt að gera ætíð greinarmun á tilvísun (referens) og
merkingu (meaning). Grísku orðin stauroo og prospegnymí eru bæði
notuð um „að krossfesta” í Nýja testamentinu. I raun þýðir aðeins það
fyrra „að krossfesta,” það síðara er að vísu notað um krossfestingu en
merkir „að festa við.”
Þessi orðabók byggir á kenningum E.A. Nida um sameiginlega
grunnþætti allra tungumála. Hann telur að greina megi öll tungumál í
fjóra meginflokka, hlutaorð, verknaðarorð, ákvæðisorð og tengiorð.62
Hann heldur því einnig fram að öll tungumál byggist á 8-11
62 E.A. Nida, Toward a Science of Translating. E.J. Brill, Leiden 1964, s. 57-69.
E.A. Nida & Ch.R. Taber, The Theory and Practice of Translation, E.J. Brill,
Leiden 1969, s.33-55.
105