Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 108
Jón Sveinbjömsson
kjamasetningum sem hvert og eitt tungumál móti síðan eftir eigin
lögmálum.63 Þegar þýtt er af einu tungumáli á annað þarf fyrst að greina
textann í kjamasetningar. Kjamasetningamar em síðan þýddar og
mótaðar eftir þeim lögmálum sem gilda í því tungumáli sem þýtt er á.64
Kjamasetningamar em samtengingin milli tungumála. Merkingarsviðin
em nánari útfærsla á kenningum Nida. A sama hátt og greina má orð í
djúpgerð sem sameiginleg er öðrum málum, má komast að
sammannlegum merkingarþáttum sem haldast óbreyttir þótt orðaforðinn
breytist. Þegar Louw og Nida greina grísk orð og orðasambönd í Nýja
testamentinu í 93 merkingarþætti sem em sameiginlegir fyrir 1. aldar
grísku og 20. aldar ensku þá eru þeir að setja fram sammannlega
merkingarþætti sem em í raun forsenda þess að hægt sé að þýða gríska
textann á ensku og jafnframt á önnur tungumál. Hér er um afar
forvimilega tilraun að ræða sem gæti auðgað biblíufræði og málvísindi.
Grunnferlar
Eins og fram hefur komið fela þessi nýju viðhorf í orðabókarvinnu í sér
tvenns konar aðgerðir: (1) flokkun merkinga í svið og (2) ákvörðun á
formgerð / byggingu merkingarþátta. Hvor ferillinn er háður hinum.
Ekki er hægt að setja fram merkingarsvið án þess að áður hafi farið fram
a.m.k. viss bráðabirgðagreining á byggingu merkingarþáttanna, og
greiningin í merkingarþætti hlýtur að taka mið af flokkuninni í
merkingarsvið. Ómögulegt er að skilja neitt eitt atriði heildarinnar til
fullnustu fyrr en heildin hefur öll verið greind, og ekki hægt að skilja
heildarbygginguna fyrr en einstakir þættir hennar hafa verið greindir.
Við framsetningu á merkingarsviðum og leit að merkingargreinandi
þáttum er meginreglan: Samræmi í lýsingu og einfaldleiki í útskýringum.
Greining í merkingarþœtti (Componential Analysis).
Við greiningu á merkingarþáttum skyldra orða þarf að beina athyglinni
að þrem mikilsverðum atriðum: því sem er sameiginlegt, sérgreinandi og
aukalegt. Sameiginlegu merkingarþættimir eru sameiginlegir fyrir öll
dæmin. Sérgreinandi merkingarþættimir em þeir sem eiga við eitt eða
fleiri dæmanna en ekki öll. Aukamerkingarþættimir geta tengst við dæmi
með hliðarvísun (connotatively) en ekki með tilvísun (denotatively).
Greining í merkingarþætti krefst einnig annarra leiða við að flokka
nánar hina sameiginlegu, sérgreinandi og aukalegu merkingarþætti. Menn
þurfa að gera sér grein fyrir því sem er: (1) undirskilið (implicational)
andstætt því sem er miðlægt (focal), (2) stigskipt (graded) andstætt því
sem ekki er stigskipt (nongraded), (3) umframt / aukalegt (redundant)
andstætt því sem er ómissandi (essential), (4) raðað / í röð (ordered)
andstætt því sem er óraðað. (unordered), (5) ákvarðandi (dominant)
andstætt því sem ekki er ákvarðandi (nondominant), og (6) því sem er
63 Nida & Taber, The Theory and Practices s. 43-44. E.A. Nida, Exploring Semantic
Structures, s. 37-49
64 Nida & Taber, The Theory and Practice s. 33.
106