Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 109
Ný viðhorf við biblíuþýðingar
sálfræðilega viðeigandi (psychologically relevant) andstætt því sem er
viðeigandi að formgerð (structurally relevant).
Undirskildu merkingarþættirnir eru tvenns konar: (a) forsendu-
bundnir (presuppositional) og (b) ályktunarbundnir (inferential); þeir eru
andstæðir miðlægum merkingarþáttum. Dæmi: I þrem merkingarþáttum
orðsins „iðrast“ (repent) í trúarlegri merkingu er merkingarþátturinn
„fyrri ill hegðun” forsenduþáttur og eyðist ekki með neitun. Hvort sem
sagt er „hann iðraðist” eða „hann iðraðist ekki” er um fyrri illa hegðun
að ræða. Merkingarþátturinn „marktæk breyting í hegðun” er að mati
margra ályktunarþáttur (inferential) því að hægt er að segja „hann
iðraðist en hélt áfram að syndga.” í ensku er hægt að segja að „eftirsjá”
(contrition) sé miðlægur merkingarþáttur. í hliðstæðu orði í grísku
metanoia er breytt hegðun miðlægur merkingarþáttur og oft þýtt með
„sinnaskipti.”
Fleiri dæmi má fínna í ritum Nida 65
Merkingarsvið (domains)
í orðabókinni66 er orðum og orðasamböndum skipt í þrjá grunn-
merkingarflokka: Sérstæðar tilvísanir (unique referents), flokkatilvísanir
(class referents) og merki (markers). Sérstæðar tilvísanir eru eiginnöfn
(Merkingarsvið 93). Eiginnöfn hafa eiginlega ekki merkingu þar sem þau
eiga aðeins við einn hlut og hafa eina tilvísun. Engu að síður hafa ýms
eiginnöfn vissa tegund merkingar, t.d. tengdar kynferði og ákveðnum
hlutverkum. Orð sem vísa til flokka má greina í hlutaorð („class of
entities” eða „objects”) (Merkingarsvið 1-12), verknaðarorð („events”)
(Merkingarsvið 13-57) og ákvæðisorð („abstracts”) (Merkingarsvið 58-
91). Merki má flokka í tengiorð (Merkingarsvið 89) og orð sem afmarka
ræðu (Merkingarsvið 91).
Grunnmerkingarflokkar hluta eru lifandi verur (bæði hópar og
einstaklingar, bæði náttúrulegar og yfimáttúrulegar), plöntur, tilbúnir
hlutir (þar með alls kyns samsetningar, massar, bæði náttúmlegir og
tilbúnir), hlutir á landi og í himinhvolfi. Við greiningu em hin almennari
tekin fyrst.
Meginflokkar verknaðar em: eðlisfræðileg fyrirbæri (regn, þmma,
snjór); hreyfing (koma, fara, flýja); þrýstingur (brjóta, hitta, þrýsta);
samskipti (tengjast, leiða, stjóma, hjálpa); blandaður verknaður sem
tengist ekki hlutverkum (blanda, binda, pakka inn, ná taki á); blandaður
verknaður sem er bundinn hlutverkum (garðyrkja, viðskipti, helgisiðir,
hemaður) lífeðlisfræðileg ferli (lifa, deyja, melta, sofa) sálfræðileg
starfsemi: skynjun (heyra, lykta, bragða, snerta, sjá), tilfinningaleg (þrá,
elska, hata, óttast, syrgja), vitsmunaleg (hugsa, skilja, læra, trúa),
tjáskiptaleg (tala, ræða við, rökræða, lýsa yfir). Yms almenn
verknaðarorðtök notuð til uppbótar (gerast, eiga sér stað o.s.frv.)
65 E.A. Nida, Componential Analysis ofMeaning.
66 Louw-Nida, Greek-English Lexicon, s. vi.
107