Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 110
Jón Sveinbjömsson
Meginskipting í flokki ákvæðisorða er milli (1) þeirra sem standa með
hlutaorðum og (2) þeirra sem standa með verknaðarorðum.
Ákvæðisorð með hlutum fela aðallega í sér magn (fáir, margir, einn,
tveir), fyrirferð (lítill, mikill, stór, lítill), svið (inn, út, fjarri, nærri,
gegnum, umhverfis), stöðu (þræll, frjáls, aðalsmaður, óbreyttur),
fagurfræði (fagur, glæsilegur, ljótur), ástand (sjúkur, hraustur, lami,
blindur).
Ákvæðisorð með verknaði fela fyrst og fremst í sér tíma (tilefni, ár,
dagur, meðan), horf (byrja, halda áfram, ljúka, hætta), hátt (mögulegt,
sennilegt, gæti, ætti), mynd/fall t.d. geranda, þolanda, meðal (nota);
hraða (hratt, hægt), stefnu (inn, út, gegnum, umhverfis), rökfræðivensl
(af því að, en, ef, þótt), neitun (ekki), stig (mjög, afar), siðferðislegt
(góður, vondur, heilagur, syndugur).67!
Tegundir merkingarsviða.
Til viðbótar við flokkun í merkingarsvið eftir megin merkingarþáttum er
æskilegt að ákvarða nánar formgerðir merkingarsviðanna. Sviðin eru
aðallega af tvenns konar formgerðum: flokkun og venslun (taxonomic og
associative). Flokkun er stigbundin (hierarchical) en getur haft í sér vissa
skörun og margar eyður. Stigbundin flokkun hentar vel við flokkun jurta
og dýra.
Venslun er einnig tvenns konar: hlutar/heild og raðir. Hlutar/heild
kemur fram í flokkun líkamans. Raðir eru annað hvort opnar (raðtölur
og frumtölur) eða lokaðar. Lokaðar raðir geta annað hvort verið
óendurteknar, þ.e. línubundnar (stafrófið) eða stigvenslaðar (stöðuheiti í
her) og endurteknar (vikudagar, mánuðir, árstíðir).
Innihald Nýja testamentisins mótar stærð merkingarsviðanna eins og
eðlilegt er. Sum sviðin eru mjög stór eins og t.d. „tjáskipti,” með 489
uppflettiorðum, önnur lítil eins og „svið,” með 7 uppflettiorðum.
Orðstöðulykill byggður á merkingarsviðum
Dr. theol. Bjöms Magnússonar f.v. prófessor við guðfræðideild Háskóla
íslands hefur samið orðalykla að þýðingu Nýja og Gamla testamentisins
frá 19 1 268. Má með sanni segja að hann hafi þar unnið mikið þrekvirki.
Með tilkomu tölvunnar er samning orðstöðulykla eða orðalykla miklu
auðveldari viðfangs.69 Undanfarin ár hefur samstarfshópur, sem í eiga
sæti fulltrúar frá Guðfræðistofnun, íslenskri málstöð, Málvísindastofnun,
Orðabók Háskólans ásamt Baldri Pálssyni forritara, unnið að gerð
67 Nida,Louw, Smith, Semantic Domains, s. 158-160.
68 Bjöm Magnússon, OrÖalykill að Nýja Testamentinu. ísafoldarprentsmiðja H.F.
Reykjavík 1951 (Ljósprentuð útgáfa var gefin út af Hinu íslenska Biblíufélagi 1990).
Sami, Orðalykill aÖ Gamla testamentinu, (vélritað handrit) Reykjavík 1976.
69 Baldur Jónsson prófessor samdi 1978 orðstöðulykil að HreiÖrinu eftir Ólaf Jóhann
Sigurðsson skáld með hjálp tölvu en áður hafði hann gefið út ritið Tiðni oröa í
Hreiðrinu: tilraunaverkefni í máltölvun (Reykjavík 1975). Mun það vera í fyrsta sinn
sem tölvutækni er beitt á íslandi í þessum tilgangi.
108