Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 111
Ný viðhorf við biblíuþýðingar
tölvuorðstöðulykils að þýðingu Biblíunnar frá 1981. Baldur Pálsson lýsir
starfi þessa starfshóps á öðrum stað í þessu hefti Ritraðar.
Nú þegar er lokið við að „lemma” lykilinn, þ.e.a.s. setja ólíkar
orðmyndir undir viðeigandi uppflettiorð, og orðflokkagreina hann. Næst
á dagskrá er annars vegar að útbúa prentaðan orðstöðulykil að þýðingu
Biblíunnar frá 1981 og er sú vinna langt komin. Hins vegar er stefnt að
því að halda áfram með tölvuorðstöðulykilinn og greina hann á ýmsa
vegu og merkja hann svo auðveldara sé að vinna úr honum með
rafeindatækni.70 Einnig er mjög æskilegt að samvinna takist við aðra
aðila sem vinna með rafeindatextasöfn.71 Á síðastliðnu ári fengum við
Svavar Sigmundsson dósent styrk úr Vísindasjóði til þess að hefja
merkingarfræðilega greiningu á orðaforða Nýja testamentisins. Hingað til
höfum við ásamt þeim dr. Gunnlaugi Á. Jónssyni sérfræðingi og
Steinunni Stefánsdóttur stúdent í málvísindum fyrst og fremst unnið að
því að kanna merkingarsviðið „líkaminn og hlutar hans” og einnig byrjað
á merkingarsviðinu „lífrænir ferlar.” Við höfum til að byrja með byggt á
flokkuninni í orðabók Nida og Louws og haft flokkunina í Glasgow til
hliðsjónar.
Vinnan fólst í eftirfarandi atriðum:
1. öll grísk orð í 8. merkingarsviði orðabókar Louws og Nida
(Líkaminn og hlutar líkamans) voru tekin fyrir og þeim flett upp í
grískum orðstöðulykli72. Hliðstæðir staðir í Orðstöðulykli Nýja
testamentisins 1981 (þ.e.a.s. íslenskar þýðingar á viðkomandi orði) voru
teknir út og flokkaðir í sömu merkingarsvið og grísku orðin.
Sem dæmi má taka gríska orðið sóma (líkami). Nida og Louw greina
orðið í 8 flokka.73 Hver þessara flokka er skilgreindur samkvæmt
merkingarþáttum þannig að auðveldara sé að finna enskt orð eða
orðasamband sem eigi við hvert dæmi. Orðin sóma á grísku, body á
ensku og líkami á íslensku hafa hvert um sig sína merkingarþætti í
viðkomandi tungumálum. Þótt einhverjir merkingarþættir þessara orða
séu þeir sömu eða skyldir þá eru engan veginn allir merkingarþættir
orðanna þeir sömu. Það sem Grikkinn gat tjáð með orðinu sóma er ekki
það sama og Englendingurinn tjáir með orðinu body. Ef við ætlum að
þýða alla staði þar sem orðið sóma kemur fyrir á ensku eða íslensku er
ekki nægilegt að setja í stað orðsins sóma orðin body eða líkami. Nida og
Louw ganga út frá því að hægt sé að ná fram til almennt mannlegra
einda, merkingarsviða, sem taki ekki breytingum í tíma og rúmi.
70 Igor Mel’cuk, „Description of Lexical Units in an Explanatory Combinatorial
Dictionary: Basic Principles and Heuristic Criteria," International Journal of
Lexicography I Oxford University Press 1988 s. 165-188.
71 Má þar fyrst og fremst nefna Orðabók Háskólans. Erlendis hefur markvisst verið
unnið að því að koma upp gagnasöfnum í tölvutæku formi. Má m.a. nefna Oxford
Text Archive. Sjá nánar: I. Lancashire & W.McCarty (ritstj.), The Humanities
Computing Yearbook 1988. Clarendon Press Oxford 1988 s.73-83.
72 Kurt Aland,Vollstdndige Konkordanz zum Griechischen Neuen Testament, I-D,
Walter de Gruyter Berlin / New York, 1978.
73 Louw & Nida, Greek-English Lexicon 2 s. 240.
109