Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 112
Jón Sveinbjömsson
Orðaforði hvers tungumáls er sífellt háður innri og ytri breytingum sem
oft er erfitt að fylgjast með. Með því að greina orðaforðann í
merkingarþætti telur Nida að komast megi að sameiginlegum grunni
tungumála sem aftur sé útgangspunktur fyrir skilningi milli ólíkra þjóða
og manna á ólíkum tímum.
Orðið sóma kemur fyrir í eftirtöldum merkingarsviðum og flokkum í
orðabók þeirra Louws og Nida74:
(1) 8.1: „Líkami manna, dýra og plantna, dauður eða lifandi.” Það er
hluti undirflokksins „Líkami” (8.1-8) í 8. merkingarsviði „Líkami, hlutar
líkamans og framleiðsla líkamans”. Næstu flokkar eru: 8.2 „Líkamlegur,
líkamlega,“ 8.3: „Hinn ytri maður,“ 8.4: „Lifandi líkami, áþreifanlegur,
efniskenndur líkami, mannleg vera, persóna,“ 8.5: „Óeiginleg merking
orðsins tjald, tímabundin vist í mannlegum líkama,“ 8.6: „Hlutur eða ker
í óeiginlegri merkingu, mannlegur líkami," 8.7: „Dauður líkami dýrs eða
manns, lík,“ 8.8: „Lík manns, sérstaklega ef það stendur enn uppi.“
Dæmin í orðabókinni um þennan flokk eru: lKor 12,12; Lk 17,37; lKor
15,37.
Mt 26,12 Þegar hún hellti þessum smyrslum yfir líkama minn75
Lk 12,23 Lífið er meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin
Lk 17,37 Þar munu emimir safnast, sem hrœiö er.
lKor 6,20 Vegsamið því Guð með líkama yðar
(2) 9.8: „Maður sem líkamleg vera með náttúrulegar hvatir.” Það er hluti
undirflokksins „Mannlegar verur” (9.1-23) í 9. merkingarsviði „Fólk”.
Næstu flokkar eru: 9.7: „Það sem varðar mannlegt, jarðneskt atferli
(fyrst og fremst í andstöðu við guðlegt atferli), jarðneskur.“ 9.6: „Það
sem tengist því að vera persóna, mannlegur.“ 9.9: „Óeiginleg merking
orðsins andlit, persóna, einstaklingur.“ 9.10: „Það sem á við / varðar
fullorðinn mann.“ Dæmið sem orðabókin gefur er: Rm 6,6.
Rm 6,6 með honum krossfestur, til þess að líkami syndarinnar skuli að engu
Rm 7,24 Hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkamal76
2Kor 4,10 til þess að einnig h'f Jesú verði opinbert í likama vomm 77
R 3,21 Hann mun breyta veikum og forgengilegum líkama vorum
74 Þýðingar á flokkalýsingum eru unnar af Steinunni Stefánsdóttur stúdent í
málvísindum og yfirfamar af Svavari Sigmundssyni dósent. Flokkun á dæmum hafa
þeir teol.dr. Gunnlaugur A. Jónsson og Jón Sveinbjömsson prófessor annast.
75 TEV: What she did was to pour this perfume on my body to get me ready for burial.
DGN: Sie hat dieses Salöl auf meinen Körper gegossen, um ihn fiir das Begrábnis
vorzubereiten. The Revised English Bible with the Apocrypha. Oxford University
Press 1989 (REF): When she poured this perfume on my body it was her way of
preparing me for burial.
76 TEV: Who will rescue me from this body that is taking me to death? DGN: Wer rettet
uns aus dieser entsetzlichen Verstrickung? Wer entreisst uns dem sicheren Tod?
REB: who is there to rescue me from this state of death?
77 TEV: we carry in our mortal bodies the death of Jesus, so that his life also may be
seen in our bodies. DGN: Aber das geschiet, damit auch das Leben, zu dem Jesus
erweckt wurde, an mir sichtbar werden kann.
110