Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 114
Jón Sveinbjömsson
merkingarsviði „Landfræðilegir hlutir og fyrirbæri”. Næstu flokkar eru:
1.27: „Sérhver lýsandi hlutur á himninum svo sem sólin, tunglið og aðrar
stjömur, ljós,“ 1.28: „Sólin.“ 1.29: „Tunglið.“ Dæmi orðabókarinnar:
lKor 15,40.
lKor 15,40 Til eru himneskir líkamir og jarðneskir líkamir
(7) 23.91: „Orðasamband: ,Dvelja, eiga heima í líkamanum, vera lifandi’.
Sérstök áhersla á líkamlega tilvist á jörðinni.“ Það er hluti undirflokksins
„Lifa, deyja” (23.88-128) í 23. merkingarsviði „Lífeðlisfræðilegir ferlar
og ástand.” Næstu flokkar em: 23.90: „Óeiginleg merking orðsins hold,
líffræðileg tilvist, líf.“ 23.89: „Fá einhvem til að lifa, halda lífi í,
varðveita líf.“ 23.88: „Vera lifandi, lifa, líf.“ 23.92: „Veita líf, vekja til
lífs.“ Dæmi orðabókar: 2Kor 5,6.
2Kor 5,6 meðan vér eigum heima í líkamanum emm vér að heiman frá Drottni.
(8) 23.111: „Orðasamband: ,Segja skilið við líkamann, að deyja, yfirgefa
líkama sinn’. Veigrunarorð fyrir það að deyja.“ Tilheyrir sama
undirflokki og 7. Næstu flokkar em: 23.110: „Gefa upp andann,“ 23.109:
„Senda frá sér andann,“ 23.108: „Óeiginleg merking orðsins Hades, sem
er nafnið á dvalarstað hinna dauðu, persónugervingur fyrir vald Hadesar,
dauði, vald dauðans.“ 23.112: „Úthella blóði.“ 23.113: „Leggja lífið í
sölumar.“ Dæmi orðabókarinnar: 2Kor 5,8.
2Kor 5,8 til að hverfa burt úr líkamanum og vera hjá Drottni.
Á flestum stöðum í Nýja testamentinu er gríska orðið sóma þýtt með
íslenska orðinu líkami. Það er einnig þýtt með orðunum hold, lík, hræ,
persónufomöfnum o.fl. öllum þessum orðum sem sóma er þýtt með var
í fyrstu atrennu raðað samkvæmt merkingarsviðum gríska orðsins.
Athyglin beindist fyrst og fremst að 8. merkingarsviðinu og dæmi tekin
út sem áttu þar heima. önnur dæmi voru sett í viðkomandi
merkingarsvið til síðari meðhöndlunar í samhengi annarra
merkingarsviða. Flestum dæmunum var raðað í 8. flokkinn (líkami) og
9. flokkinn (líkamleg vera, maður).
Gríska orðið sarx sem oftast er þýtt með íslenska orðinu hold, kemur
fyrir í 13 flokkum.81
(1) 8.63: „Kjöt manna og dýra (lifandi eða dauðra), ,hold‘.” Það er í
undirflokknum „Hlutar líkamans” (8.9-69) í 8. merkingarsviði
„Líkaminn, hlutar líkamans og framleiðsla líkamans.” Næstu flokkar em:
8.62: „Vessinn sem fyllir holrúm beinanna, beinmergur.” 8.61: „Bein,”
81 Louw & Nida, Greek-English Lexicon 2 s. 220
112