Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 116
Jón Sveinbjömsson
Ef 2,14 með líkama sínum afmáði hann lögmálið87 (Sjá: 23.90)
lPt 1,24 Allt hold er sem gras og öll vegsemd þess sem blóm á grasi;
(4) 9.12; „Mannlegt eðli með áherslu á líkamlega þætti.” Það er hluti
sama undirflokks og 9.11 og næstu flokkar eru: 9.13: „Það sem varðar
líkamlegar mannlegar verur, mennskur, mannlegur,” 9.14: „Orða-
sambandið ,hold og blóð,’ mannleg vera andstætt guðlegri veru,
persóna.“ Dæmi orðabókarinnar: Heb 12,9.
Rm 4,1 um Abraham forföður vom88
Heb 12,9 Vér bjuggum við aga jaröneskra feðra
(5) 10.1: „Nokkuð stór hópur manna sem talinn er líkamlega tengdur
(skyldur) - kynþáttur, fólk af sama þjóðemi, þjóð.” Það er hluti
undirflokksins „Hópar manna og meðlimir í hópum tengdir með
blóðböndum án þess að um aldurshópa sé að ræða,” (1-13) í 10.
merkingarsviði „Skyldleikahugtök.” Næstu flokkar em: 10.2: „Hópur
innan þjóðar sem er talinn skyldari líffræðilega en þjóðin sjálf,
ættflokkur,” 10.3: „Kynkvíslimar 12 sem tákn fyrir ísrael.” Dæmi
orðabókarinnar: Mk 7,26; Rm 11,14.
Rm 9,3 fyrir bræður mína og ættmenn
Rm 11,14 hjá œttmennum mínum
Ef 2,11 Þér voruð fœddir heiðingjar89
(6) 26.7: „Sálfræðilegur þáttur mannlegs eðlis andstætt hinum andlega
þætti. Sá þáttur mannlegs eðlis sem einkennist af dæmigerðum
mannlegum röksemdafærslum og löngunum andstætt þeim þáttum
mannlegrar hugsunar og breytni sem tengjast Guði og hinu andlega lífi,
mannlegt eðli, mannlegir þættir, mannlegur.” Það er hluti 26.
merkingarsviðs „Sálfræðilegir hæfileikar.” Næstu flokkar em: 26.6: „Það
sem varðar samstöðu viðhorfa og anda, samstilltur, með eina sál.” 26.5:
„Það sem varðar samstöðu hugar og stefnu, samhuga,” 26.8: „Það sem
snertir það sem er mannlegt eða einkennandi fyrir mannlegt eðli,
mannlegur.” Dæmi orðabókarinnar: lKor 1,26; G1 5,19; 6,8.
Mt 26,41 Andinn er reiðubúinn en holdið er veikt.90
lKor 1,26 voruð ekki margir vitrir að manna dómi,
87 TEV: With his own body he broke down the wall that separated them and kept them
enemies. DGN: Durch sein Sterben hat er die Mauer eingerissen, die die beiden
trennte und zu Feinden machte.
88 TEV: What shall we say, then, of Abraham, the father of our race? DGN: Wie war
es denn mit unserem Vorfahren Abraham? REB: What, then, are we to say about
Abraham, our ancestor by natural decent?
89 TEV: You Gentiles by birth - DGN: Ihr gehört ja zu den Völkem, REB: Gentiles as
you are by birth
90 TEV: The spirit is willing, but the flesh is weak. DGN: Den guten Willen habt ihr,
aber ihr seid nur schwache Menschen.
114
J