Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 117
Ný viðhorf við biblíuþýðingar
G15,13 Notíð aðeins ekki frelsið til færis fyrir holdið, heldur þjónið hver öðrum91
G1 5,19 Holdsins verk eru augljós:
G1 6,8 Sá sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera glötun.
Ef 2,3 Þá lutum vér vilja holdsins og hugsana vorra92
(7) 58.10: „Mannlegt eðli sérstaklega með tilliti til líkamlegs þáttar hins
mannlega lífs. Mannlegt, líkamlegt eðli manna.” Það er hluti
undirflokksins „Eðli, sérkenni” (1-13) í 58. merkingarsviði „Eðli,
flokkur, dæmi.” Næstu flokkar eru: 58.9: „Það sem er í samræmi við eðli
eða einkenni einhvers, eðlilegur, náttúrulegur, af eðlishvöt.” 58.8:
„Eðli,” 58.11: „Forma, móta.” Dæmi orðabókarinnar: G1 4,23.
Rm 1,3 Drottin vom, sem að holdinu er fæddur af kyni Davíðs,93
G1 4,23 sonurinn var fæddur á náttúrulegan hátt
(8) 23.90: „Líf, líkamlegt líf.” Það er hluti undirflokksins „Lifa, deyja”
(88-128) í 23. merkingarsviði „Líffræðilegir ferlar og ástand.” Næstu
flokkar eru: 23.89: „Varðveita líf, láta e-n halda lífi,” 23.88: „Lifa, líf,”
23.91: „Orðasambandið ,Eiga heima í líkama, lifa’,” 23.92: „Veita líf,
fæða.” Dæmi orðabókarinnar: Heb 5,7.
2Kor 10,3 þótt vér lifum jarðnesku lífi
Ef 2,14 Með líkama sínum afmáði hann lögmálið (Sjá 9.11)
Heb 5,7 Á jarðvistardögum sínum bar hann ffam bænir
(9) 9.14: „Orðasambandið ,hold og blóð,’ maður, mannleg vera andstætt
guðlegri veru.” Það er hluti undirflokksins „Mannlegar verur” í 9.
merkingarsviði „Menn.” Næstu flokkar eru: 9.13: „Það sem varðar
líkamlegar mannlegar verur, holdlegur, mannlegur,” 9.12 og 9.11, sjá
hér að ofan. Dæmi orðabókarinnar: Mt 16,17.
Mt 16,17 Hold og blóð hefur ekki opinberað þér þetta
lKor 15,50 það segi ég .. að hold og blóð getur eigi erft Guðs ríki
G1 1,16 þá ráðgaðist ég eigi við neinn mann
(10) 9.15: „Orðasambandið ,eiga hlutdeild í holdi og blóði,’ að hafa
einkenni og eðli mannlegrar veru, að vera maður, líkamleg vera.“ Það er
hluti sama undirflokks og 9.14. Dæmi orðabókarinnar: Heb 2,14.
91 TEV: But do not let this freedom become an excuse for letting your physical desires
control you. DGN: Gott hat euch zur Freiheit berufen, Briider! Aber missbraucht sie
nicht als Freibrief fiir Selbstsucht und Lieblosigkeit. REF: only beware of tuming
your freedom into licence for your unspiritual nature.
92 TEV: Actually all of us were like them and lived according to our natural desires,
doing whatever suited the wishes of our own bodies and minds. DGN: Wir haben
getan, was unsere Triebe und unser Eigenwille verlangten. REF: we were ruled by
our physical desires, and did what instinct and evil imagination suggested.
93 TEV: as to his humanity, he was bom a descendant of David; DGN: Er ist seiner
irdischen Herkunft nach ein Nachkomme König Davids, REF: on the human level he
was a descendant of David,
115