Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 118
Jón Sveinbjömsson
Heb 2,14 þá hefur hann og sjálfur fengið hlutdeild í mannlegu eðli.
(11) 88.279: „Orðasambandið ,elta annarlegt hold,’ að taka þátt í, hafa
óeðlileg kynmök, kynmök einstaklinga af sama kyni.” Það er hluti
undirflokksins „Afbrigðileg kynhegðun,” (271-282) í 88. merkingarsviði
„Siðferðislegir eiginleikar og tengd hegðunarmynstur.” Næstu flokkar
eru 88.278: „Hórkona,” 88.277: „Hórkarlar,” 88.280: „Kynvillingar.”
Dæmi orðabókarinnar: Jd 7.
Jd 7 og stunduðu óleyfilegar lystisemdir94
(12) 22.20: „Orðasambandið ,fleinn í holdið,’ eitthvað sem veldur
alvarlegum erfiðleikum, erfiðleikar, sorg, þjáning, alvarleg óþægindi.”
Það er hluti undirflokksins „Verða fyrir erfiðleikum, þola harðræði”
(15-20) í 22. merkingarsviðinu „ Erfiðleikar, harðræði, léttir, hagkvæmt
ástand.” Næstu flokkar em: 22.19: „Ofþrengdir,” 22.18: „Vera íþyngt.”
Dæmi orðabókarinnar: 2Kor 12,7.
2Kor 12,7 er mér gefinn fleinn í holdið, Satans engill, sem slær mig95
(13) 25.29: „Orðasambandið ,þrá holdsins,’ löngun í kynferðislega
fullnægingu, kynferðislegar, líkamlegar langanir.” Það er hluti
undirflokksins „Sterkar hvatir” (12-32) í 25. merkingarsviði „Viðhorf og
tilfinningar.” Næstu flokkar em: 25.28: „Líkamleg þrá, fýsn” 25.27:
Unaður,” 25.30 „Þrá, ástríða.” Dæmi orðabókarinnar: Jh 1,13.
Jh 1,13 Þeir eru ekki af blóði bomir, ekki að holds vild né manns vilja96
2. Þegar merking orða eins og „líkami” og „hold” er könnuð er hvert
merkingarsvið tekið fyrir og skoðað sérstaklega. Orð og orðasambönd
sem hafa skylda merkingarþætti em tekin til samanburðar til glöggvunar
á merkingu og blæbrigðum. Verkefni okkar fólst fyrst og fremst í 8.
merkingarsviðinu og reyndum við að draga út þá staði sem þar áttu
heima. Til hliðsjónar við flokkunina á 8. flokki höfðum við
merkingarkerfi frá Glasgow yfir fomensku eins og áður var getið. Eins
og gefur að skilja er orðaforði enskrar tungu yfir líkamann og hluta
líkamans miklu fjölbreyttari en orðaforði Nýja testamentisins. Einnig
höfum við haft aðgang að orðstöðulykli yfir Islendingasögumar97 og
Sturlungu og fengið útskriftir yfir líkamsorð sem þar finnast. Eins og
94 TEV: and indulged in sexual immorality and perversion: DGN: und wollten mit
Wesen anderer Art geschlechtlich verkehren. REF: and indulged in unnatural lusts;
95 TEV: I was given a painful physical ailment, which acts as Satan’s messenger DGN:
hat Gott mir ein schweres Leiden gegeben: REF: I was given a thom in my flesh
96 TEV: They did not become God’s children by natural means, that is, by being bom
as the children of a human father; DGN: Das wurden sie nicht durch natiirliche
Geburt oder weil Menschen es so wollten, REF: bom not of human stock, by the
physical desire of a human father, but of God.
97 Sjá grein Svavars Sigmundssonar á öðmm stað í þessu hefti Ritraðar.
116