Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 120
Jón Sveinbjömsson
DNT:100 Vi ved, at vort gamle menneske blev korsfæstet sammen med
ham, for at den krop, som ligger under for synden, skal tilintetgpres og
vi ikke mere være trælle for synden;
Gríska orðasambandið to soma tes hamartias er þýtt „the power of the
sinful self ’ ,jnáttur hins synduga sjálfs” og „von der Siinde beherrschtes
Ich” „Ég-ið sem syndin heldur í greip sinni.”
Það gagnar okkur ekki svo mjög að athuga hvemig orðið líkami er
notað í íslensku máli. Við þurfum miklu fremur að athuga orðaforða
íslenskunnar yfir mannskilning og mannfræði til þess að geta þýtt þetta
vers Rómverjabréfsins.
Ef við athugum aðra staði í Nýja testamentinu þar sem soma gæti haft
merkingarþáttinn „Maður sem líkamleg vera með náttúmlegar hvatir”
kæmu m.a. eftirtaldir staðir til greina:
Rm 7,24 Hver mun frelsa mig ffá þessum dauðans líkamal101
Rm 8,23 bíðum þess, að Guð gefi oss bamarétt og endurleysi líkami vora.102
R 3,21 Hann mun breyta veikum og forgengilegum líkama vorum og gjöra hann103
Niðurstöður
Þegar stefnt er að nýrri þýðingu Biblíunnar á íslensku er nauðsynlegt að
taka tillit til þess að Biblían er trúarbók meirihluta íslendinga og
talsverður hluti núgildandi þýðingar getur að vissu leyti talist aðgengi-
legur nútímalesendum. Dæmin hér að framan um orðin sóma og sarx
ættu þó að sýna að víða skortir á að tekið hafi verið nægilegt tillit til
hinna ólíku merkingarsviða þeirra þegar þýtt var á íslensku. Til þess að
orðaforðinn sem notaður er við þýðingu Biblíunnar og guðfræðihugtök
verði ekki að innihaldslausum formúlum, sem aðeins þeir „innvígðu” geta
útskýrt, er nauðsynlegt að ráðast í eins konar málræktarverkefni og má
segja að sá þáttur sé samofinn kristinni kenningu. Það þarf stöðugt að
vinna að því að orðaforði biblíuþýðinga tengist íslensku málfari bæði í
sögu og samtíð, þ.e.a.s. að lesendur átti sig á merkingarsviðum
biblíuorðaforðans og tengi þau merkingarsviðum og orðaforða mælts
máls. Þegar ráðist er í nýja biblíuþýðingu er því nauðsynlegt að unnið
verði bæði að merkingargreiningu frumtextans og íslenska textans. Slík
merkingargreining sem gæti stuðlað að því að þýðendur gætu tengt saman
merkingarsvið frummála Biblíunnar og merkingarsvið íslenskunnar og
100 DetNye Testamente i ny overscettelse, Det danske Bibelselskab 1989.
101 TEV: Who will rescue me from this body that is taking me to death? DGN: Wir
haben nur noch den Tod zu erwarten. Wer kann uns aus dieser ausweglosen Lage
retten?
102 TEV: as we wait for God to make us his sons and set our whole being free. DGN:
warten sehnsiichtig darauf, dass Gott uns als seine Kinder bei sich aufnimmt und
uns von der Verganglichkeit befreit.
103 TEV: He will change our weak mortal bodies and make them like his own glorious
body. DGN: Er wird unseren schwachen, verganglichen Körper verwandeln REF:
He will transfigure our humble bodies, and give them a form like that of his own
glorious body
118