Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 123
Jónas Gíslason
„Engill, sendur frá himni!”
Svipmyndir úr lífi Ebenezer Hendersons1
Öld breytinga á Bretlandi
18. öldin er tími mikilla umbreytinga á Bretlandseyjum, bæði í
tímanlegum og andlegum efnum.
Undir lok aldarinnar markar gufuvélin upphaf nútíma iðnvæðingar,
sem leiðir til stórfelldrar þjóðfélagsbyltingar. Bændasamfélagið riðlast og
grundvöllur er lagður að borgasamfélagi nútímans. Handiðnir gamla
tímans víkja fyrir fjöldaframleiðslu verksmiðjanna. Þær draga til sín
vinnuafl og margar nýjar borgir rísa á skömmum tíma. Fólk flykkist úr
sveitum til borganna og mikil fólksfjölgun verður. Verkalýðsstéttin á við
bág kjör að búa.
Verksmiðjur þarfnast ódýrs hráefnis til vinnslu, jafnframt því sem
nauðsynlegt er að finna markaði, þar sem selja má framleiðsluvörur
verksmiðjanna.
Þama er grunnnurinn lagður að brezka heimsveldinu. Bretar taka að
leggja undir sig lönd þriðja heimsins, þar sem þeir geta aflað hráefhis og
eignazt markaði fyrir framleiðslu heimalandsins. Áhugi þeirra beinist
fyrst og fremst að því að hafa sem mestan arð af nýlendunum, en minna
er hugsað um velferð þeirra.
18. öldin er einnig öld mikilla vakninga á Bretlandi.
Kirkjunni er mikill vandi á höndum að bregðast við þeim nýju
vandamálum, sem sigla í kjölfar iðnbyltingarinnar. Skipulag hennar er
miðað við bændasamfélagið, svo að hún á erfítt með að mæta þörfum hins
nýja borgasamfélags. Kirkjan er oft sein að breyta starfsaðferðum til þess
að mæta nýjum kröfum.
Heittrúaðir lágkirkjumenn láta mikið til sín taka í kirkjulífinu og
vakningar verða fyrir starf þeirra. Mest ber á metódistum undir forystu
John Wesleys. Þeir ná betur til lægri stétta þjóðfélagsins en raunin er
yfirleitt með ensku kirkjuna. Áhrif lágkirkjumanna og annarra heittrúar-
manna aukast mjög í vakningunum.
Þegar brezka heimsveldið eflist, vaknar skilningur margra kristinna
manna á því, að Bretar beri ábyrgð á andlegri velferð hinna nýju þegna
heimsveldisins. Lágkirkjumenn eru þar í fararbroddi. Þeir stofna margs
konar félög til eflingar kristilegu starfi, bæði heima og erlendis.
Kristniboðsfélög hefja starf í nýlendunum og Brezka og erlenda
Biblíufélagið er stofnað 1804 til þess að útbreiða Heilaga Ritningu, bæði á
1 Grein þessi er að uppistöðu til erindi, flutt á Hólahátíð 12. ágúst 1990.
121
L