Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 125
„Engill. sendur frá himni!”
eins og á virkum degi. Þetta mislíkar þeim, því að þeir eru vanir að halda
hvíldardaginn heilagan.
Kirkjuklukkur kalla fólk til kirkju. Þeir hlýða kalli þeirra og ganga í
Guðs hús. Henderson lýsir áhrifum kirkjugöngunnar.
Þótt við skildum ekki eitt orð af prédikuninni, fundum við á söfnuðinum, að
fagnaðarerindi Krists var ekki boðað. Við sannfærðumst um, að þörfin á kristniboðum
væri jafnmikil í Kaupmannahöfn eins og á Indlandi. Kirkjur eru stórar og skrautlegar,
en fáir sækja þær. Flestir vinna á hvíldardeginum eða skemmta sér... Allt er mótað af
hávaða og lausung. Enginn virðist hugsa um sálarheill sína.3
Vonbrigði þeirra eru mikil. Þeir höfðu heyrt, að Danir væru trúrækin
þjóð, en finnst þeir sjá þess lítil merki í þjóðlífinu.
Skoðun þeirra á dönsku kristnilífi breytist síðar við nánari kynni, en
enginn þarf að undrast þetta mat þeirra við þessi fyrstu kynni. Þeir em
heittrúarmenn, komnir beint úr vakningunni á Skotlandi, og mæta hér
dönsku þjóðkirkjunni á tíma upplýsingarinnar. Munurinn hlýtur að vera
mikill.4
Áhugi Hendersons á íslandi vaknar
Kaupmannahöfn á aðeins að vera fyrsti áfangi þeirra á leiðinni til
Indlands, þangað sem þeir eru kallaðir til starfa. En nú kemur í ljós, að
þeir em of seint á ferð. Indlandsfarið, sem þeir ætluðu með, er þegar lagt
úr höfn. Þeir reyna að komast með öðm skipi, en skipstjórinn treystir sér
ekki til að taka farþega um borð, því að hann getur ekki boðið viðunandi
aðbúð á svo langri ferð.5
Allar frekari tilraunir þeirra til að komast austur em árangurslausar,
og smám saman verður þeim ljóst, að þeim muni ætlað að starfa á
norrænni gmnd.
Henderson kynnist bréflega Grími Thorkelín, leyndarskjalaverð
konungs, sem þá er í meiri metum við hirðina en nokkur annar
Islendingur.6
Hann tjáir Henderson, að á íslandi búi um 50.000 manns og nálega allir
séu læsir, sem náð hafa fermingaraldri. Ein prentsmiðja er á íslandi, en
nær ónothæf, og því erfitt að gefa þar út bækur. Biblíur og Nýja
testamenti em fáséðir gripir.7
Áhugi Hendersons er vakinn á íslandi. Hann finnur köllun hjá sér að
fara til þessa fjarlæga eylands norður í höfum og flytja þjóðinni Guðs
orð. Hann lærir íslenzku, en hann er mikill málamaður. Það kom honum
að góðum notum síðar, er hann sótti ísland heim.8
3 Felix Ólafsson, ív. rit s. 35.
4 Felix Ólafsson, ív. rit s. 36-38.
5 Felix Ólafsson, ív. rit s. 38-39.
6 Ólafur Ólafsson, Hið íslenzka biblíufélag 1815-1965. Rv. 1965, s.45-46.
7 Ólafur Ólafsson, ív. rit, s. 46.
8 Ólafur Ólafsson, ív. rit, s. 48.
123