Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 126
Jónas Gíslason
Þeir félagar senda skýrslu um ástandið á íslandi til Skotlands og er hún
send áfram til Brezka og erlenda Biblíufélagsins.
Þegar stjóm þess fréttir, hversu miklir erfiðleikar eru á því á Islandi
að eignast Heilaga Ritningu, ákveður hún að hefja prentun á Guðs orði á
íslenzku í Kaupmannahöfn. Grími Thorkelín er falið eftirlit með verkinu.
5.000 eintök em prentuð af Nýja testamentinu.9
Árið 1807 verða þeir Henderson og Paterson að yfirgefa Danmörku,
vegna styrjaldarinnar milli Englendinga og Dana og fara þá til Svíþjóðar.
Var Danmerkurdvöl Patersons þar með lokið, en hann starfaði mest í
Sviþjóð upp frá því.10
Henderson býðst til þess að fara með bækumar til Islands til þess að sjá
um dreifingu þeirra þar. Boð hans var þegið.
En nú ákveður biblíufélagið brezka að kosta prentun allrar Biblíunnar
á íslenzku og skyldi prentunin unnin í Kaupmannahöfn.* 11 Enn er
Thorkelín falið eftirlit verksins.12
Prentunin dregst á langinn vegna ófriðarins og árið 1812 fer félagið
þess á leit við Henderson, að fara til Kaupmannahafnar til þess að hafa
eftirlit með lokafrágangi biblíuútgáfunnar. Danakonungur veitir
Henderson dvalarleyfi í Kaupmannahöfn, þrátt fyrir ófriðinn. Enn tefjast
framkvæmdir, einkum vegna þess, hve erfitt er að fá góðan pappír til
prentunarinnar. Ógjörlegt er að fá góðan pappír frá Svíþjóð, svo að nota
verður lélegan pappír í staðinn. Prentun lýkur loks í árslok 1813.13
Þannig atvikast það, að ungi skozki skósmíðalærlingurinn, sem fengið
hafði köllun til þess að fara sem kristniboði til Indlands, heldur norður til
íslands til þess að útbreiða Guðs Orð þar.
„Versti staðurinn á íslandi”
Hinn 15. júlí 1814 stígur Henderson á land í Reykjavík. Honum er vel
tekið og þykir koma færandi hendi Guðs orð getur nú orðið alþýðueign í
fyrsta sinn í sögu landsins.
Ýmsum þykir þó á skorta um ytri frágang bókanna. Brotið á Biblíunni
er miklu minna en áður og villur margar í textanum. Meinlegust þykir
sú, að Harmagrátur Jeremía breyttist í Harmagrút. Fær útgáfan af því
heitið „Grútarbiblían” í munni gámnga.
Heittrúarmaðurinn Henderson er ekki hrifinn af Reykjavík og þykir
bæjarbragurinn vera lítt til fyrirmyndar.
Reykjavík er án efa versti staðurinn á Islandi til þess að dvelja í að vetrarlagi.
Fjelagsbragurinn er hinn auvirðilegasti.14
9 Ólafur Ólafsson, ív. rit, s. 46-47.
10 Felix Ólafsson, iv. rit, s. 70.
11 Felix Ólafsson, iv. rit, s. 98.
12 Ólafur Ólafsson, ív. rit, s. 47.
13 Ebenezer Henderson, Ferðabók. Frásagnir afferðalögum um þvert og endilangt
landið og vetrardvöl í Reykjavík 1814-15. Snæbjöm Jónsson & Co. Hf. Rv. 1957.
427.
14 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 231.