Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 127
„Engill - sendur frá himni!
Hann kennir um vondum áhrifum útlendra manna, sem komið hafi til
landsins í gróðaskyni og dveljist í Reykjavík.
Hinir útlendu menn sitja vanalega allan daginn auðum höndum með tóbakspípuna í
munninum en á kvöldin spila þeir og drekka púns.15
Þá þykir honum heldur lítið koma til menningar- og kirkjulífs í bænum.
Það eru haldnir tveir eða þrír dansleikir á hvetjum vetri og stundum leika íbúamir þar
sjónleik. Til þess leggja þeir undir sig yfirdómshúsið og flytja purkunarlaust bekkina
út úr dómkirkjunni til þess að hafa eitthvað að sitja á. Þess eru jafnvel dæmi að sami
maðurinn og leikið hafi langt fram á laugardagsnóttina, sýni sig í prédikunarstólnum
næsta morgun til þess að boða almenningi trúna.16
Henderson Ieggur land undir fót
Henderson ferðast víðs vegar um landið. Áætlun hans er að heimsækja þá
staði, þangað sem bækur hans verða sendar, og tryggja dreifingu þeirra
þaðan.
Einnig mun ég kynna mér þarfir fólksins og skilja eftir fáein eintök hér og þar... og
jafnframt láta berast fféttir um þær bókabirgðir, sem em komnar til landsins og taka á
móti pöntunum... Bækumar verða seldar hér í Reykjavík... Prestum úti um land
verður falið að tilkynna komu bókanna úr ræðustóli.17
Hann dvelst í Reykjavík tíu daga, en leggur síðan upp í fyrstu ferð sína á
íslandi. Fer hann um Þingvöll til Eyjafjarðar og þaðan til Hóla.
í þessari ferð lendir Henderson í miklum mannraunum. Lýsir hann
þeim allnákvæmlega í ferðabók þeirri, er hann ritaði um ferðir sínar á
Islandi. Eru margar lýsingar hans á náttúrufari og landshögum með því
bezta, sem ritað var um land og þjóð, á öldinni, sem leið.
Hér er brot af lýsingu hans á ferðinni til Hóla.
...Fyrstu sex mílumar fómm við ýmist yfir mýraflóa eða djúp gil... Á báðar hliðar
vom hlíðamar svo brattar, að okkur reyndist ógerlegt að ríða lengur eftir þeim...
Stundum urðurn við að teyma hestana... við komum að þverhnípi... nálega jafnbratt
var upp klettana báðumegin... Ekki virtist þetta alveg eins ægilegt til vinstri... en þar
var í ísinn sú glufa, sem leiðsögumaður okkar vildi ekki... koma nálægt. Hann fór því
upp með okkur hinumegin, enda þótt þar væri nálega þverhnípt. Mennimir bám upp
klyfjamar, en veslings hestamir slörkuðu þar upp með naumindum lausir. Þegar við
höfðum með slíkum erfíðleikum klifrast þama upp, vom okkur ekki lítil vonbrigði að
finna, að engin leið var að halda lengra... Við áttum því ekki annars úrkosta en að fara
niður sömu leið... ég fór fyrstur... Teymdi ég hestinn til hinnar hliðarinnar og tókst að
koma honum yfir spmnguna í ísinn. Þegar leiðsögumaður minn sá það, þótti honum
háðung að verða eftir. Tókst loks að koma hestum og farangri yfir, en erfiðislaust var
það ekki.18
15 sama.
16 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 231-32.
17 Ólafur Ólafsson, ív. rit s. 55-56.
18 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 65-66.
125