Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 129
„Engill - sendur frá himni!
nú varla eintak að finna... Þeir (þ. e. bændur í Hjaltadal) urðu hjartanlega glaðir, er
þeir fregnuðu, að ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að bæta úr skorti þeirra. Þeir
menn, er eintök fengu hjá mjer, létu mjög í ljósi þakídæti sitt.23
Henderson hælir mjög íslenzkri gestrisni, en sumt kemur honum þó
óneitanlega undarlega fyrir sjónir í siðum landsmanna.
Þegar háttatími nálgaðist, fóru hinir góðu húsráðendur með mig inn í bakstofu...
Gerðist nú það^er sýnir... hina miklu gestrisni og hið hjartanlega sakleysi, sem
hvorttveggja er íslendingum meðfætt. Eftir að hafa óskað mér góðrar hvíldar, fóru
þau, en skildu eftir elztu dóttur sína til þess að draga af mér buxur og sokka... Það var
ekki til neins, að jeg mótælti þessu sem þarflausu. Stúlkan sagði, að þetta væri
landsvenja... Síðar komst jeg að því, að þetta er algild regla á íslenzkum heimilum.24
Frá Hólum fer Henderson aftur til Eyjafjarðar. Þaðan heldur hann ferð
sinni áfram kringum landið austanvert, um suðurland og aftur til
Reykjavíkur, en þangað kemur hann 20. september.
Jeg hef ferðast 1.200 mílur (nær 2.000 kílómetra), riðið 60 ár, óbrúaðar, oftast sofið í
tjaldi, en als staðar verið tekið sem engli sendum ffá himni.25
Vetursetu hefur hann í Reykjavík.
Stofnun Hins íslenzka Biblíufélags
15. maí 1815 heldur hann enn af stað og nú liggur leið hans vestur í
Borgarfjörð og um vesturland allt norður í Strandasýslu Lengra kemst
hann ekki að sinni, því að hann þarf að vera kominn aftur suður til
Reykjavíkur, áður en prestastefnan hefst í byrjun júlí. Það er einmitt einn
megintilgangur hans með heimsókninni til fslands að vekja áhuga
íslendinga á stofnun eigin biblíufélags. Á prestastefnunni hittir hann
helztu forystumenn kirkjunnar og getur þá reynt að vinna þá til fylgis við
félagsstofnunina.26
Síra Ámi Helgason prédikar við upphaf prestastefnu, 10. júlí 1815, og
fjallar þar m. a. um nytsemi biblíufélaga og starf þeirra. Lýsir hann
stuðningi Brezka og erlenda Biblíufélagsins við ísland og hvetur prestana
til þess að stofna slíkt félag hérlendis.27
Henderson er boðið að sitja fund prestastefnunnar síðar um daginn til
þess að gjöra grein fyrir starfi biblíufélaga, um leið og hann skýrir frá
fjárstyrk brezka biblíufélagsins. Síðan er einróma samþykkt að stofna
íslenzkt biblíufélag og kjörin þriggja manna undirbúningsstjóm til þess að
semja lög fyrir félagið og halda stofnfund þess að ári.28
23 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 71.
24 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 73.
25 Ólafur Ólafsson, ív. rit s. 56.
26 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 336.
27 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 336-37.
28 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 337-38.
127