Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 130
Jónas Gíslason
Henderson er að vonum ánægður og sér handleiðslu Guðs í stofnun
félagsins.
Fyrir Guðs forsjón voru þannig stigin fyrstu sporin... Satt er það, að unga trjeð er
gróðursett í nokkuð óvænlegum jarðvegi og á því mun mæða óblíð og óstöðug
veðrátta. En eigi að síður, varið himneskri umönnun og vökvað himneskri dögg, mun
það vaxa og dafna, unz greinar þess yfirskyggja landið til yztu andnesja.29
Síra Jón lærði á Möðrufelli
Nú dregur að ferðalokum. Henderson á þó enn ólokið nokkrum erindum.
Á norðurlandi eru nokkrir menn, sem hann óskar að hitta að máli. 18.
júlí leggur hann af stað í seinustu ferð sína hér á landi og fer nú um
Þingvöll norður í Húnavatnssýslu og þaðan til Skagafjarðar og
Eyjafjarðar. Enn hefur hann skamma viðdvöl á Hólum.
Aðalerindi Hendersons virðist vera að hitta síra Jón lærða á
Möðrufelli. Hann hafði að vísu hitt hann sumarið áður, en ekki kynnzt
honum að ráði.
Jeg hafði hitt þennan ágæta prest á Akureyri 1814. En hann var svo hlédrægur..., að
engin leið var fyrir mig að skapa mjer rjetta hugmynd um það, hver maður hann
væri... En af því hvemig orð hans fjellu... varð mjer ljóst, að hann stjómaðist af allt
öðmm anda en meginþorri þeirra, er telja sig kristna. Hvatti jeg hann til... að dreifa
guðrækilegum smáritum um landið.
Um veturinn fjekk jeg ffá honum tvö ffóðleg bijef, þar sem hann tjáði mjer, að... sjer
hefði tekist að mynda íslenzkt smáritafjelag og náð í yfir þijú hundruð fjelagsmenn...
Sjera Jón hafði beðið þess með óþreyju, að jeg kæmi, og nú vomm við samvistum tvo
daga... hann var innilega trúaður maður... rjettvel lærður... Ekki gæti stjórn
Smáritafjelagsins hafa komist í betri hendur.
Mjög gladdi það þennan góða mann að hlýða á það, er jeg sagði honum... Þyrstri sál
var þetta eins og svaladrykkur. Augu hans ljómuðu af gleði, þegar hann sagði mjer af
fyrirætlunum sínum...
Þann 8. ágúst varð það ekki umflúið, að jeg kveddi þenna einlæga þjón Krists...
Hann fylgdi mjer upp í dalbotninn... og hvaíf aftur til síns fátæklega heimkynnis. Efa
jeg ekki, að hjarta hans var þá barmafullt af þakklæti til guðs.30
Henderson metur síra Jón lærða meir en flesta presta aðra á íslandi, enda
fara skoðanir þeirra og áhugamál mjög saman.
Henderson er einn mánuð í þessari ferð. Telst honum svo til, að hann
hafi ferðast alls 2.400 kílómetra á þessu ári. Bækur voru sendar til 15
staða, 4.050 Biblíur og 6.634 Nýja testamenti.31
Henderson kveður
Henderson býr sig nú til brottfarar frá íslandi. Kveður hann biskup og
aðra embættismenn og þakkar þeim góðan stuðning við erindi sín.
29 Ebenezer Henderson, iv. rit, s.339.
30 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 371-72.
31 Ólafur Ólafsson, ív. rit, s. 59.
128