Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 131
„Engill - sendur frá himni!”
Hinn 20. ágúst 1815 tekur hann sér far með dönsku skipi til
Kaupmannahafnar. I bréfi, er hann ritar síra Ama Helgasyni, segist hann
hafa „dvalið tvö hamingjusömustu ár ævi sinnar” á íslandi.32
Henderson ritar síðar bók, þar sem hann lýsir ferðum sínum á íslandi.
Er hún talin ein bezta ferðabók frá landinu á öldinni, sem leið.
Henderson hlýtur margvíslegan heiður vegna starfa sinna. Hann er
kjörinn heiðursdoktor við ýmsa háskóla, m.a. í Kiel og Kaupmannahöfn.
Hann heldur um hríð áfram starfi fyrir Brezka og erlenda
Biblíufélagið. Hann kvænist og býr á Englandi síðari hluta ævinnar, þar
til hann andast árið 1858, 73 ára að aldri.
Tímamót í sögu íslenzkrar kristni
Heimsókn Ebenezers Hendersons markar tímamót í sögu íslenzkrar
kristni. Hann kom færandi hendi með stærra upplag af Biblíum og Nýja
testamentum en áður hefur verið gefið út. Þrátt fyrir ýmsa ágalla á
prentuninni, varð Biblían í fyrsta sinn almenningseign á íslandi.
Frásagnir Hendersons sýna, að almenningur er afar þakklátur og tekur
Biblíunni- fegins hendi. Eitt sinn, þegar hann er staddur fremst í
Eyjafirði, gjörir hann tveimur af snauðustu bændunum í sveitinni boð um
að hitta sig. Gefur hann hvorum eintak af Nýja testamentinu. Þakklæti
þeirra og gleði er mikil.
Annar þeirra... þakkaði mjer margsinnis með tárin í augunum og reið heim, yfir sig
glaður yfirgjöf þeirri, er honum hafði áskotnast.
Hinn var ungur maður... og höfðu foreldrar hans, snauð og aldurhnigin, sent hann...
Hann rjeð sjer varla fyrir fognuði, þegar hann tók við Testamentinu.33
Margt fólk kemur til þess að hitta Henderson. Hann notar því tækifærið
til þess að láta lesa úr Biblíunni. Biður hann unga manninn að lesa þriðja
kafla Jóhannesarguðspjalls.
Jafnskjótt og hann hóf lesturinn, settust allir niður eða krupu þar á grasinu og hlýddu
á með hinni mestu andakt... mátti sjá tár renna niður kinnamar á þeim og virtust allir
mjög snortnir...
Einkum virtist húsmóðirin snortín... eftir að aðrir voru famir, dvaldi hún um hríð
ásamt gamalli konu, og hvað eftir annað þökkuðu þær guði, að þann hefði sent þeim
orð sitt, hreint og ómengað. Mjer er ómögulegt að lýsa því, hve hjartanlega þetta atvik
gladdi mig. Jeg gleymdi allri þreytu ferðalagsins yfir fjöllin og sannast að segja mundi
jeg ferðast tvöfalt lengri leið til þess að fá að launum annað slíkt kvöld. Jeg þakka guði
fyrir, að hafa talið mig verðan þess að inna af hendi þessa þjónustugerð, að flytja hans
heilaga orð til þess fólks, er hann hafði búið undir að veita því viðtöku.34
Fleiri lýsingar er að finna í ferðabók Hendersons, sem sýna þakklæti
almennings.
32 Ólafur Ólafsson, ív. rit, s. 60.
33 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 50.
34 sama
129