Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 132
Jónas Gíslason
Þótt Henderson sé allharðorður um siðferði manna í Reykjavík, ber
hann almenningi til sveita vel söguna. Hann kynnist húslestrum og hrífst
af þeim. Eitt sinn er hann staddur á Akureyri á hvíldardegi og gengur
aðeins út fyrir kaupstaðinn, til þess að biðjast fyrir. Heyrir hann þá
sálmasöng.
Þegar jeg leit við, uppgötvaði jeg, að söngurinn kom frá kotbæ einum... Höfðu
íbúamir, tvær fjölskyldur, safnast saman til sameiginlegs húslesturs og voru nú að
senda upp lofsöng sinn til guðs. Er þetta almennur landssiður. Þar sem engin
messugjörð fer fram, kemur fólk á hverju heimili saman... til þess að syngja nokkra
sálma. Er lesið guðspjall dagsins og pistill, ein eða tvær bænir og ein af prédikunum
Vídalíns. Þar sem til er Biblía, er komið með hana, og unga fólkið á bænum les
nokkra kapítula. Hvílík hvatning til þess að útbreiða Ritninguna!35
Mikið starf framundan
Engan hefur órað fyrir, að afturhvarf skósmíðalærlingsins frá
Dunfermline á Skotlandi, ætti eftir að hafa mikil og blessunarrík áhrif á
íslenzka kristni og kirkju. Því er þó svo farið og við búum enn að
heimsókn skozka heittrúarmannsins, Ebenezer Hendersons. Fáir gestir
hafa fært okkur, Islendingum meiri blessun en hann.
Því er sjálfsagt og eðlilegt að minnast hans, er við fögnum í ár 175 ára
afmæli Hins íslenzka Biblíufélags. Við þökkum Guði líf hans og starf.
Hann var sannarlega sendur hingað af Guði til þess að færa íslenzkri þjóð
Orð Guðs.
Á ýmsu hefur gengið í starfi biblíufélagsins á langri starfsævi þess.
Stundum hefur starf þess verið allblómlegt, einkum er unnið hefur verið
að mikilvægum verkefnum. Á öðrum tímum hefur starfið verið dauft og
félagið stundum líflítið. Þó hefur það lifað og starfað óslitið fram á
þennan dag. Hið íslenzka Biblíufélag er elzta starfandi félag á íslandi.
Forspá Hendersons, sem hann ritaði eftir stofnfund félagsins, hefur
rætzt. Þótt „unga trjeð” hafi verið „gróðursett í nokkuð óvægilegum
jarðvegi” og á því hafi mætt „óblíð og óstöðug veðrátta”, hefur það „eigi
að síður, varið himneskri umönnun og vökvað himnsekri dögg”, vaxið og
dafnað. Látum nú „greinar þess yfirskyggja landið til yztu andnesja”.
Framundan er nú mikið starf hjá Hinu íslenzka Biblíufélagi. Stjóm þess
horfir, eins og aðrir, fram til aldamótanna og vill minnast kristnitöku
íslendinga með útgáfu á nýrri þýðingu Gamla testamentisins og helzt
Biblíunnar allrar.
Ríkisvaldið hefur brugðizt drengilega við beiðni þjóðkirkjunnar um
aðstoð í því þýðingarstarfi. Það er ljúft og skylt að þaldca.
En hvað um okkar hlut?
Er ekki velviðeigandi á þessu afmælisári, um leið og við minnumst
fmmkvöðulsins að stofnun Hins íslenzka Biblíufélags, að við heitum því
að efla starf félagsins?
Hið íslenzka Biblíufélag ætti, eðli máls samkvæmt, að vera eitt
öflugasta og fjölmennasta félag á íslandi. Ekkert annað félag á háleitara
35 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 56.