Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 135
Sigurður Öm Steingrímsson
Úr hebresku á íslenzku
Nokkrir punktar, sem snerta
þýðingu Gamla testamentisins
Þegar texti er fluttur úr einu máli á annað, verður að taka afstöðu til
ýmissa grundvallarsjónarmiða, sem annars vegar snerta byggingu texta
almennt og hins vegar tengsl merkingar og texta. Auk þess verður að taka
tillit til þeirra sérstöku vandamála, sem varða þann texta einan, sem þýða
á.
Enda þótt málið, sem þýtt er úr, sé skylt málinu, sem þýtt er á, er
samsvömn merkingarsviðs eininga eða „orða” málanna sjaldan nákvæm.
Merkingarsvið einstakra eininga eða „orða” er yfirleitt óljóst afmarkað
og mjög sjaldan ótvírætt1 bundið einni merkingu.
Merking eininga málsins verður fyrst nákvæmlega afmörkuð og
ótvíræð, þegar einingamar tengjast og mynda setningar og texta. Þó
verður að hafa í huga, að merkingin ákvarðast ekki eingöngu af tengslum
merkingarberandi máleininga, heldur einnig af þeim aðstæðum, sem
textinn er miðaður við og af því markmiði, sem notandi textans vill ná
með textanum. Allt þetta sýnir, að þegar texti er fluttur á milli
tungumála, dugir engan veginn að þýða „orð” með „orði”.
I
Framsetning tungumála er bundin við tilteknar einingar (lexem, „orð”),
sem em tengdar, hverjar við aðrar eftir föstum reglum. Þessi innbyrðis
tengsl máleininganna mynda setningar og tengja síðan setningamar, svo
að úr verður texti. Tengsl máleininganna og setninganna móta fram-
semingu textans2 og em gmnnur þess, sem oft er nefnt stíll. En textinn er
einnig tengdur heimi þess, sem notar málið, og lýsir honum, hvort heldur
fjallað er um hlutlæg (objektiv) eða huglæg (subjektiv) atriði. Þessi tengsl
málsins við vemleika og hugmyndaheim notenda málsins, em það, sem
1 Sbr. t.d. E. A. Nida and C. R. Taber: The Theory and Practice ofTranslation. Leiden
1974, s. 15: „Since words cover areas of meaning and are not mere points of
meaning, and since in different languages the semantic areas of corresponding words
are not identical, it is inevitable that the choice of the right word in the receptor
language to translate a word in the source - language text depends more on the context
than upon fixed system of verbal consistency, i.e. always translating one word in the
receptor language”.
^ J. Lyons: Introduction to Theoretical Linguistics, Cambridge 1968 (endurpr. 1979) s.
54.
133